Innlent

Þjófar handteknir á Akureyri

Þjófarnir fóru ránshendi um bæinn.
Þjófarnir fóru ránshendi um bæinn.

Fjórir piltar á aldrinum 17 til 21 árs hafa játað fjölmörg innbrot og bensínsþjófnað á Akureyri.

Lögreglan á Akureyri hefur leitað að piltunum síðan í apríl en þeir brutust inn í níu bifreiðar á Akureyrarflugvelli þann 14. apríl síðastliðinn. Þá brutust þeir inn í fjórar vinnuvélar við Eyjafjarðarbraut í byrjun maí.

Í þessum innbrotum stálu þeir meðal annars staðsetningatækjum, geislaspilurum og ýmsu smádóti. Þá stálu þeir einnig OB lykli úr einni bifreið og var hann notaður til bensínúttektar fyrir um fimmtíu þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×