Fleiri fréttir

Hætta á gusthlaupum niður Gígjökul

Almannavarnir vöruðu í dag við hættu á lífshættulegum gusthlaupum sem gætu farið hratt niður með Gígjökli og náð niður á Markarfljótsaura. Slík eiturský geta orðið 300 stiga heit og drepa allt kvikt sem í vegi þeirra verða.

Eldgosið ógnar heilli atvinnugrein

Eldgosið í Eyjafjallajökli ógnar heilli atvinnugrein. Þetta kom fram í ræðu iðnaðar- og ferðamálaráðherra, á Ferðamálaþingi í dag en þar var kynnt stærsta kynningarátak fyrir ferðaþjónustuna sem ráðist hefur verið í sögu þjóðarinnar.

Bjartari horfur framundan í atvinnumálum

Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að bjartari horfur séu framundan í atvinnumálum og að atvinnuleysis hafi náð hámarki í vetur. Atvinnuleysið hefur bitnað verst á ungu fólki.

Engar viðræður í sjónmáli

Icesave málið gæti tafist um marga mánuði til viðbótar vegna versnandi efnahagsástands í Evrópu og ríkjandi óvissu í breskum og hollenskum stjórnmálum. Fjármálaráðherra segir að engar viðræður séu í sjónmáli.

Vilja auka tíðni strætóferða

„Þau tíðindi urðu á fundi borgarstjórnar að fulltrúar allra flokka lýstu sig fylgjandi tillögu Samfylkingarinnar um að 10 mínútna tíðni á stofnleiðum yrði endurvakin. Þessi aukna og örugga tíðni í almenningssamgöngum var aflögð í upphafi kjörtímabilsins," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, í tilkynningu.

Breyta lögum um húsnæðismál

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp Árna Páls Árnasonar, félags- og tryggingamálaráðherra um breytingar á lögum um húsnæðismál.

Sóley: Gengið of nærri grunnþjónustunni

„Niðurstaða ársreiknings Reykjavíkurborgar er árangur af niðurskurði, þar sem gengið hefur verið allt of nærri grunnþjónustu sveitarfélagsins gagnvart íbúum. Athyglisverðast er þó að skoða stöðu B-hlutafyrirtækja borgarinnar, en þau sinna grunnþjónustu sem skiptir sköpum fyrir alla borgarbúa. Hæst bera þar Orkuveita Reykjavíkur, Félagsbústaðir, Strætó, Sorpa og Slökkviliðið – en staða þeirra grafalvarleg,“ segir Sóley Tómasdóttir, oddviti VG í Reykjavík, í tilkynningu. Ársreikningur Reykjavíkurborgar var lagður fram í borgarstjórn í dag.

Eyjafjallajökull: Lokun hættusvæða enn í fullu gildi

Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra minnir á að lokanir séu enn í fullu gildi á svæðinu umhverfis eldgosið í Eyjafjallajökli. Í tilkynningu segir að undanfarið hafi verið töluverð ásókn í að komast inn á lokuð hættusvæði í grennd við gosstöðvarnar.

Dagur: Slæm staða OR varpar skugga á ársreikninginn

Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn segir að slæm staða Orkuveitunnar og aðgerðarleysi í fjármálum fyrirtækisins varpi skugga á annars vel viðundandi stöðu borgarsjóðs en ársreikningur Reykjavíkurborgar var lagður fram í borgarstjórn í dag.

Lokað fyrir heitt vatn í nokkrum götum á morgun

Vegna bilunar þarf að loka fyrir heitt vatn í nokkrum götum borgarinnar á morgun. Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að lokað verði fyrir vatnið í Furugerði 3-23, við Hæðargarð, Hólmgarð og Bústaðaveg 49 -107. Lokunin verður frá klukkan 13:00 - 19:00.

Tíu afreksnemar fá styrki

Tíu styrkir verða veittir úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands 16. júní næstkomandi. Um er að ræða styrki til nemenda sem náð hafa afburðaárangri á stúdentsprófi og innritast í Háskóla Íslands. Styrkirnir í ár eru veittir með stuðningi Happdrættis Háskóla Íslans. Hver styrkur nemur 300 þúsund krónum auk niðurfellingar skráningargjalds í Háskólann, sem er 45 þúsund krónur.

Risasamningur um Íslandskynningu undirritaður

Samningur um eitt mesta markaðsátak sem ráðist hefur verið í til kynningar á Íslandi erlendis var undirritaður á Ferðamálaþingi 2010 í dag. Alls verður varið um 700 milljónum króna til átaksins. Ríkið leggur til 350 milljónir og Reykjavíkurborg, Icelandair, Iceland Express, Útflutningsráð og Samtök ferðaþjónustunnar leggja fram annað eins til átaksins.

Neytendastofa sektar Krónuna og Hagkaup

Neytendastofa hefur sektað matvöruverslanakeðjurnar Krónuna og Hagkaup fyrir að fara ekki að tilmælum stofnunarinnar um að bæta verðmerkingar. Í tilkynningu segir að í nóvembermánuði 2009 hafi starfsmenn Neytendastofu gert skoðun á verðmerkingum í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu.

Sérfræðingar ræða við íbúa um eldgosið

Þjónustumiðstöðin í Heimalandi er opin alla daga kl.11:00-15:00 fyrir þá sem búa á áhrifasvæði Eyjafjallajökuls. Þar hafa sérfræðingar komið og miðlað upplýsingum til heimamanna og alla þessa viku eru hádegisfundir í Heimalandi frá 12:00 - 13:30.

Kynnisferðir hafa keypt allt hlutafé í SBK ehf.

Kynnisferðir hafa keypt allt hlutafé í SBK sem er elsta starfandi hópferðafyrirtæki landsins, stofnað 1930. Hjá fyrirtækinu starfa 15-18 starfsmenn og meginstarfsemin felst í rekstri strætisvagna í Reykjanesbæ, áætlunarferða milli Reykjavíkur og Suðurnesja, skólaakstri og hópferðum, ásamt samningsbundnum verkefnum.

Engin lognmolla í kringum Eið Smára - myndir

Það hefur engin lognmolla ríkt um Eið Smára Guðjohnsen knattspyrnumann á undanförnum misserum. Að öðrum ólöstuðum má segja að fáir, ef nokkur íslenskur knattspyrnumaður, hafi átt glæstari knattspyrnuferil en Eiður. Það eru hins vegar frásagnir af persónulegum málum hans sem hafa ekki síður vakið athygli.

Þingmaður í framboði fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur þátt í sameiginlegu framboði allra stjórnmálaafla í Garðinum fyrir næstu sveitastjórnarkosningar. Oddný er fyrrverandi bæjarstjóri í Garðinum og sat áfram sem bæjarfulltrúi eftir að hún tók sæti á Alþingi. Oddný segist ekki telja að störf sín fyrir sveitastjórnina í Garði hafi áhrif á þingstörf sín.

Dómsmál gegn Svandísi þingfest í dag

Dómsmál sem Flóahreppur höfðar gegn Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Flóahreppur krefst þess að ákvörðun ráðherra, um að hafna skipulagi Urriðafossvirkjunar, verði dæmd ógild, og óskar jafnframt eftir flýtimeðferð.

Eyjafjallajökull: Gosmökkurinn óvenjumikill í dag

Óvenju mikinn og dökkan öskumökk leggur nú upp frá toppgíg Eyjafjallajökuls. Mökkinn leggur til austurs og suðausturs yfir Mýrdalsjökul og telur Veðurstofan að búast megi við því að Eyjafjallajökull eigi eftir að valda öskufalli í sveitum þar fyrir austan, bæði í Álftaveri og Meðalllandi.

Fréttin um Eið Smára fjarlægð af vef Daily Star

Fréttin um Eið Smára Gudjohnsen í breska blaðinu Daily Star hefur verið fjarlægð af heimasíðu blaðsins. Í fréttinni var Eiður ásakaður um að hafa heilsað með nasistakveðju á dögunum. Fréttin hefur vakið gríðarmikla athygli en Eiður Smári hefur í yfirlýsingu þvertekið fyrir að hafa verið að líkja eftir nasistakveðjunni.

Þjófar á ferð í Kópavogi

Tilkynnt var um innbrot í gám sem stóð í Bæjarlind í Kópavogi í morgun. Að sögn lögreglu er óljóst hvað þjófarnir höfðu upp úr krafsinu.

Bílstjóri seðlabankastjóra fór fýluferð norður í land

Bílstjóri Más Guðmundssonar seðlabankastjóra fór fýluferð norður á Akureyri þegar hann hugðist sækja bankastjórann ásamt tveimur starfsmönnum bankans í lok apríl. Allt útlit var fyrir að seðlabankamennirnir myndu lenda á Akureyri, en á endanum lentu þeir í Keflavík.

Eiður Smári sakaður um nasisma

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu, er sakaður um að heilsa með nasistakveðju á forsíðu bresks dagblaðsins Daily Star í dag.

Handtóku innbrotsþjóf í Neðra-Breiðholti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun karlmann sem braust inn í íbúð í Neðra-Breiðholti. Kona sem var í íbúðinni varð innbrotsþjófarins vör og gerði lögreglu viðvart um manninn.

Alvarleg líkamsárás í Reykjanesbæ

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöld tvo karlmenn sem grunaðir eru um líkamsárás fyrir framan heimahús í Reykjanesbæ í um kvöldið. Mennirnir gistu fangageymslur og verða yfirheyrðir af rannsóknarlögreglumönnum þegar líður á daginn. Lögreglan verst annars allra frekari fregna af málinu að öðru leyti en því að hún lítur það mjög alvarlegum augum.

Sitja áfram þrátt fyrir ályktun um vantraust

Stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verkfræðinga ætla ekki að verða við áskorun aðalfundar sjóðsins sem lýsti vantrausti á sex af sjö stjórnarmönnum og skoraði á þá að segja af sér.

Mun skoða handtökurnar í dómsal

Uppákoman í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi, þar sem tveir voru handteknir í dómsal eftir að hafa neitað að yfirgefa hann að kröfu dómara, verður skoðuð í dómsmálaráðuneytinu. Þetta segir Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindamálaráðherra.

Mávar átu skarfahræ ætluð örnum í Flóa

Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Árborg, gagnýnir uppbyggingu í fuglafriðlandi við Ölfusá og að sett skuli hafa verið út hræ af skörfum til að fóðra erni.

Eðlilegra væri að fá að kjósa um virkjun

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur skuldbundið hreppinn til að greiða vel á þriðja hundrað milljóna króna fyrir vatnsveitu verði Urriðafossvirkjun ekki sett á aðalskipulag hreppsins.

Ný skýrsla: Auðvelt að vera móðir á Íslandi

Noregur er í fyrsta sæti á lista yfir þau lönd þar sem auðveldast er að vera móðir, samkvæmt skýrslu Barnaheilla - Save the Children „State of the World's Mothers Report" fyrir árið 2010. Ísland er í þriðja sæti á eftir Ástralíu, en Ísland færist upp um um eitt sæti frá fyrra ári. Afganistan er í neðsta sæti.

Átökin í Gígjökli - myndir

Mikil átök hafa verið við Gígjökul síðastliðinn sólarhring, eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2. Glóandi hrauneðjan er við það að steypast undir snarbrattan skriðjökul. Ís og eldur takast á með feiknarlegum fljóðbylgjum. Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, kynnti sér aðstæður í dag og tók þær myndir sem fylgja þessari frétt.

Feiknarleg átök elds og íss í Gígjökli

Mikil átök hafa verið við Gígjökul síðastliðinn sólarhring þar sem glóandi hrauneðjan er við það að steypast undir snarbrattan skriðjökul. Þar takast á ís og eldur með feiknarlegum fljóðbylgjum og svo eitruðum gufum að nærri var liðið yfir vísindamann sem nálgaðist vatnsflauminn.

Um 40 fyrirtæki stofnuð í tengslum við Hugmyndahús

Hugmyndahús háskólanna fagnar eins árs afmæli sínu um þessar mundir og tók af því tilefni nýjan vef í notkun í dag við hátíðlega athöfn í Grandagarði 2 í Reykjavík. Á því eina ári sem Hugmyndahúsið hefur starfað hafa um 40 fyrirtæki verið stofnuð í tengslum við það og tugir starfa hafa orðið til.

Hyggjast skapa 100 ný störf í Grindavík

Grindavíkurbær og Carbon Recycling International skrifuðu í dag undir samstarfssamning um byggingu á sambyggðri jarðvarma- og eldsneytisverksmiðju að Eldvörpum við Grindavík.

Skrifað undir samning um byggingu nýs hjúkrunarheimilis

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra og Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, undirrituðu í dag samning um byggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis á Völlunum í Hafnarfirði. Áætlað er að heimilið verði tilbúið til notkunar haustið 2012.

Fengu snert af gaseitrun úr Gígjökulslóni

Tveir starfsmenn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands fóru að lóninu í Gígjökli í dag til þess að taka sýni þaðan. Fengu þau snert af gaseitrun þegar að þau voru að verki.

Haíti: Hjálparstarfið hefur safnað 21 milljón

12,3 milljónir króna hafa safnast í páskasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir Haíti en stofnunin hefur þá samanlagt safnað tæplega 21 milljón króna til uppbyggingar á Haítí en landið fór illa út úr jarðskjálftanum í lok janúar.

Lögreglan hvetur ökumenn til að taka nagladekkin undan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir þeim tilmælum til eigenda og umráðamanna ökutækja sem eru búin nagladekkjum að gera þar bragarbót á. Minnt er á að neglda hjólbarða má ekki nota á tímabilinu 15. apríl til 31. október nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna en ekkert slíkt á við á höfuðborgarsvæðinu.

Forsætisráðherra: Gengur ekki að hækka launin

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að hún hafi engin loforð eða fyrirheit gefið um væntanleg launakjör Seðlabankastjóra, enda slíkt ekki á færi forsætisráðherra.

Tillaga um launahækkun verði dregin til baka

Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður iðnaðarnefndar, skorar á Láru V. Júlíusdóttur formann bankaráðs Seðlabankans að draga til baka tillögu þess efnis að launs seðlabankastjóra verði hækkuð um 400 þúsund krónur.

Sjá næstu 50 fréttir