Innlent

Selja gosösku um allan heim

Óli Tynes skrifar
Öskukrukka frá  nammi.is
Öskukrukka frá nammi.is

Fyrirtækkið Nammi.is er farið að selja gosösku úr Eyjafjallajökli í póstverslun um allan heim.

Og salan gengur vel þótt krukka með 160 grömmum af ösku kosti 3.900 íslenskar krónur eða 30 dollara.

Í samtali við norska Dagbladet segir Sófús Gústafsson verslunarstjóri að þeir sendi ösku um allan heim. Í Noregi kostar goskrukkan rúmar 170 norskar krónur.

Hingaðtil hafa þeir sent til Ástralíu, Bandaríkjanna, Þýskalands, Finnlands og Noregs.

Gústaf viðurkennir við norska blaðið að þetta sé nokkuð dýrt og þeir séu að hugsa um að setja á markaðinn minni og ódýrari krukkur.

Hinsvegar sé þetta náttúrlega fullkomin gjöf handa þeim sem eigi allt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×