Innlent

Bjartari horfur framundan í atvinnumálum

„Atvinnuleysi er að minnka og við höfum náð toppnum vonandi á þessu ári,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.
„Atvinnuleysi er að minnka og við höfum náð toppnum vonandi á þessu ári,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að bjartari horfur séu framundan í atvinnumálum og að atvinnuleysis hafi náð hámarki í vetur. Atvinnuleysið hefur bitnað verst á ungu fólki.

Hagstofan birti í morgun yfirlit yfir þróun vinnumarkaðar á síðasta ári. Yfir 13 þúsund manns voru að meðaltali án atvinnu sem jafngildir 7,2% atvinnuleysi.

Mun fleiri karlar voru án atvinnu en konur og skýrist það af hluta til af hruni byggingamarkaðarins. Sé vinnumarkaðinum skipt upp í aldurshópa sést að atvinnuástandið er hvað verst í yngsta aldurshópnum en þar mældist atvinnuleysi 16% á síðasta ári.

„Þetta helgast eitthvað til af því að það hefur verið mikið framboð af vinnu síðustu ár. Við erum líka glíma samtímis við mikið brottfall úr framhaldsskólunum, kannski af hluta til vegna þess að það hefur verið auðvelt að fá vinnu fyrir þá sem það geta. Þetta hafa verið auðvitað störf sem hafa verið á því sviði að þau falla gjarnan út í samdrætti og þess vegna verður þessi hópur svona illa úti," segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.

Atvinnuleysi mældist 9,3% í mars en Gissur telur að það hafi nú náð hámarki.

„Atvinnuleysi er að minnka og við höfum náð toppnum vonandi á þessu ári og birtum mjög fljótlega yfirlit yfir aprí mánuð þar sem kemur fram að atvinnuleysi hafi minnkað frá því mánuðinum á undan. Þannig að við skulum vona að það séu bjartari tímar framundan," segir Gissur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×