Innlent

Tillaga um launahækkun verði dregin til baka

Að mati Skúla sýnir tillagan að það lifi að minnsta kosti tvær þjóðir í landinu.
Að mati Skúla sýnir tillagan að það lifi að minnsta kosti tvær þjóðir í landinu.

Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður iðnaðarnefndar, skorar á Láru V. Júlíusdóttur formann bankaráðs Seðlabankans að draga til baka tillögu þess efnis að launs seðlabankastjóra verði hækkuð um 400 þúsund krónur.

Að mati Skúla sýnir tillagan að það lifi að minnsta kosti tvær þjóðir í landinu. „Önnur sem fylgist með fréttum og heyrir þjóðina tala og hin sem ber ekki skynbragð á það að allt hefur breyst eftir hrun bankakerfisins," segir Skúli meðal annars í pistli á Pressunni.

Hann bendir á að Seðlabankastjóri sé með tæpar 1300 þúsund krónur í laun á mánuði og að það sé kappnóg fyrir hvaða stöðu sem er hjá hinu opinbera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×