Fleiri fréttir

Þrjú innbrot í nótt

Brotist var inn í Sjónvarpsmiðstöðina í Síðumúla um klukkan tvö í nótt. Þjófurinn braut rúðu til að komast inn og var hann horfinn á braut áður en lögreglu bar að garði. Ekki er ljóst hvort hann hafi stolið einhverju en lögregla handtók mann skömmu síðar grunaðan um verknaðinn. Hann er nú í haldi og bíður yfirheyrslu.

Sjö prósent beiðna hefur verið hafnað

Af þeim 318 beiðnum sem dómstólum hafa borist um nauðasamninga til greiðsluaðlögunar hafa 215 verið samþykktar, 14 verið hafnað og 12 verið afturkallaðar. 77 eru óafgreiddar.

Fyrirtæki vega þungt í erlendum skuldum

Erlendar skuldir þjóðarbúsins eru hærri en áður hafði verið talið en þó ekki úr takti við það sem gerist í öðrum þróuðum ríkjum. Þetta kemur fram í áfangaskýrslu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) vegna fyrstu endurskoðunar efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og birt var í gær. Skuldabyrðin sem bæst hefur við frá síðasta mati nemur 92 prósentum af áætlaðri þjóðarframleiðslu þessa árs, eða sem nemur 10,9 milljörðum dollara, eða um 125 milljörðum króna.

Samráð við UNESCO um Valhallarreitinn

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, mun koma að ákvörðun um framtíð reitsins þar sem Hótel Valhöll stóð á Þingvöllum.

Værum berskjaldaðri án Schengen

Með aðgangi að alþjóðlegum gagnabönkum í krafti Schengen-aðildar geta yfirvöld nálgast margvíslegar upplýsingar sem gagnast þeim í baráttunni við erlenda glæpahringi.

Lonely Planet setur Ísland í toppsætið

Lonely Planet, umsvifamesti útgefandi ferðabóka í heiminum, setur Ísland í efsta sæti á lista yfir þá staði sem hagkvæmast er að ferðast til á næsta ári. Þetta kemur fram í nýjustu ferðabók útgefandans, Best in Travel 2010.

Stakk mann með hnífi

Nær sextugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega árás. Hann stakk annan mann með hnífi ofarlega í framanverðan brjóstkassa. Fórnarlambið hlaut þriggja sentimetra langan skurð nokkru neðan við vinstra viðbein. Atvikið átti sér stað á Akureyri í júní.

Ýmsar upplýsingar komnar fram

Gert er ráð fyrir að lögreglustjórinn á Suðurnesjum krefjist áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir fimm Litháum og einum Íslendingi, að sögn Jóhannesar Jenssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. Mennirnir hafa verið í einangrun vegna rannsóknar lögreglu á skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi, þar á meðal meintu mansali og tryggingasvikum.

Heilbrigðisþjónusta tryggð

Þolendur mansals hafa ótvíræðan rétt til heilbrigðisþjónustu á Íslandi, eftir reglugerðarbreytingu Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra.

Fjörutíu keppa í píanóleik

Fjörutíu nemendur keppa í píanóleik í dag og á morgun í Salnum í Kópavogi. Það er Íslandsdeild Evrópusambands píanókennara, Epta, sem stendur fyrir keppninni. Keppt er í þremur flokkum, 1. flokkur eru nemendur fjórtán ára og yngri, 2. flokkur, eru nemendur átján ára og yngri og sá þriðji er flokkur nemenda yngri en 25 ára.

Enn gangur í svínaflensunni

Talsverður gangur er enn í svínaflensunni hér á landi að sögn Haraldar Briem sóttvarnalæknis. Inniliggjandi á Landspítala af völdum hennar voru 35 manns fyrri hluta dags í gær. Þar af voru níu á gjörgæslu. Átta manns voru útskrifaðir og fjórir nýir komu inn.

Engar skuldir afskrifaðar enn

Engar skuldir hafa verið afskrifaðar hjá 1998 ehf. móðurfélagi Haga sem á Bónus. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýja Kaupþingi. Þar segir jafnframt að eigendur 1998, en félagið er að stærstum hluta í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, njóti engrar sér­meðferðar hjá bankanum. Þá hafi engin ákvörðun verið tekin um framtíðareignarhald félagsins.

Krakkar fagna nýrri skólalóð

Ný skólalóð við Langholtsskóla í Reykjavík var tekin formlega í notkun í gær. Við sama tækifæri fékk skólinn alþjóðlegu viðurkenninguna Grænfánann í þriðja sinn fyrir metnaðarfullt umhverfisstarf og að auki fengu nemendur grenndarskóg þar sem þeir geta stundað nám og ræktun.

Ekki útséð með síldveiðar í ár

Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar eru enn að fara yfir gögn til þess að geta metið stofnstærð og sýkingu í íslensku sumargotssíldinni. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofna hjá Hafró, segist ekki geta svarað því hvenær þeirri vinnu ljúki en eftir það verður ljóst hvort og þá hversu mikið stofnunin mun leggja til að verði veitt.

Borgar tíund til kaupa á orgeli

Halda á sérstaka orgelviku í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar frá og með næsta mánudegi að því er segir á fréttavefnum strandir.is.

Sekt vegna krossa í skólum

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að krossar í ítölskum skólastofum stangist á við trúfrelsi og frelsi til menntunar.

Byr-börnin fengu 180 milljónir alls

Lánin sem 10 börn fengu frá Glitni til kaupa á hlut í stofnfjárútboði BYRS fyrir tveimur árum námu 180 milljónum króna. Börnin fengu arðgreiðslur upp á 86 milljónir króna sem runnu beint til niðurgreiðslu lánanna sem talin eru ólögmæt.

Samþykktu dag gegn einelti

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að ákveðinn dagur ár hvert verði helgaður baráttu gegn einelti í borginni samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Misræmi á orkuþörf leiðrétt

Vegna umsagnar Landsnets til Skipulagsstofnunar um afstöðu fyrirtækisins til sameiginlegs mats á umhverfisáhrifum Suðvesturlína og orkuvera á Reykjanesi skal áréttað að Suðvesturlínur munu geta annað aflþörf stækkaðs álvers í Helguvík, ef til kemur, sem og öðrum framtíðaráformum um uppbyggingu iðnaðar og orkuöflun á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti.

Jökulstífla að bresta á Eyjabökkum

Hlaup er talið yfirvofandi í Jökulsá í Fljótsdal en áin rennur undan Eyjabakkajökli við Snæfell í norðaustanverðum Vatnajökli. Á heimasíðu Landsvirkjunar í dag kemur fram að í krika vestan við skriðjökullinn hafi myndast lón vegna jökulstíflu, sem er við það að bresta.

Óttast að biðin eftir betri vegi taki áratug

Ráðamenn á Vestfjörðum óttast að það muni taka áratug að fá almennilegan veg um sunnanverða firðina til Patreksfjarðar og segja það ekki sanngjarnt að tveir til þrír aðilar geti stöðvað framkvæmdir sem þjóni fjöldanum.

Vilja að Reykjavík verði Græna borg Evrópu

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um að Reykjavíkurborg sæki um tilnefningu sem Græna borgin í Evrópu árið 2012 eða 2013. Evrópusambandið útnefnir árlega Grænu borgina í Evrópu til þess að vekja athygli á mikilvægi umhverfismála í borgum.

Fimmtán mánaða fangelsi fyrir skattsvik

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag tvo karlmenn fyrir meiriháttar skattsvik en þrír voru upprunalega ákærðir í málinu. Héraðsdómur dæmdi annan mannanna í 15 mánaða fangelsi og til að greiða 93 milljónir króna í sekt. Hinn maðurinn var dæmdur í 7 mánaða skilorðsbundið fangelsi en honum er gert að að greiða 34 milljónir króna í sekt.

Uppgjöf meirihlutans á Álftanesi

Tillaga meirihlutans á Álftanesi um að kalla til Eftirlitsnefnd sveitarfélaga er tillaga um uppgjöf, að mati bæjarfulltrúa minnihlutans.

Stofnun embættis héraðssaksóknara frestað

Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi sem felur í sér frestun á stofnun embættis héraðssaksóknara til ársins 2011. Til stóð að stofna embættið á þessu ári en nú á að fresta því vegna sparnaðar.

Vildi vita um afstöðu Kristjáns

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, spurði Kristján Þór Júlíusson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, út í afstöðu hans til frumvarps um ríkisábyrgð vegna Icesave. Sigmundur vitnaði til orða Lilja Mósesdóttur, þingmanns VG, sem sagði um helgina að óvissa um afstöðu sjálfstæðismanna til frumvarpsins í sumar hafi truflað suma þingmenn VG. Sjálfur sagðist Kristján ætla að standa í lappirnar.

Sigmundur hrósaði Lilju

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hrósaði stjórnarþingmanninum Lilju Mósesdóttur á þingfundi í dag og sagði hana þingmann af þeirri gerð sem almenningur hafi kallað eftir. Hún hafi talað af skynsemi og rökfestu í Icesave málinu.

Með agúrku í ræðustól Alþingis

Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók með sér agúrku í ræðustól Alþingis í dag í umræðum um raforkuverð til garðyrkjubænda. „Til að mynda eitt af því sem liggur fyrir hjá garðyrkjunni núna er að hætta að rækta íslenskar agúrkur, þær bestu í heiminum. Það munar 300 tonnum af agúrkum. Allt þinghúsið myndi rúma um 300 tonn af agúrkum. Þetta er spurning um að horfast í augu við möguleikana,“ sagði Árni þegar agúrkunni upp.

Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var á gangandi vegfarandi á Reykjanesbraut við Smáralind fyrir stundu. Hinn slasaði var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild en ekki er vitað hvort hann hafi slasast alvarlega. Lögreglan vill koma því áleiðis að Reykjanesbraut er lokuð í suðurátt á móts við Smáralind.

Garðyrkjubændur að gefast upp

Garðyrkjubændur ætla að mótmæla háu raforkuverði fyrir framan Alþingishúsið í dag. Framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda segir að margir bændur séu við það að gefast upp.

Búist við hlaupi í Jökulsá í Fljótsdal

Landsvirkjun varar við því að hlaup sé líklegt í Jökulsá í Fljótsdal á næstunni. Hlaupið er þó talið verða lítið og mannvirki ekki sögð í hættu.

Evrópulán Orkuveitunnar ekki tengt Icesave

Guðlaugur Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, hafnar því að það sé Icesave-samningunum að þakka að Orkuveitan fái nú, eftir ársbið, afgreitt þrjátíu milljarða króna lán frá Evrópska fjárfestingabankanum.

Konur fjórðungur viðmælenda í Silfrinu og í Vikulokunum

Í úttekt Kvenréttindafélags Íslands á því af hvaða kyni viðmælendur tveggja vinsælla umræðuþátta hjá Ríkissjónvarpinu- og útvarpinu hafa verið undanfarna tvo mánuði kemur í ljós að um það bil fjórðungur viðmælenda voru konur.

Vegurinn fái heitið Þröskuldar

Þeirri hugmynd er varpað fram í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar að nýi vegurinn um Arrnkötludal verði kallaður Þröskuldar.

Undirbúningsnám fyrir háskóla á Austurlandi

Þekkingarnet Austurlands og Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, hafa gert með sér samning um svokallaða Háskólabrú Austurlands. Er það aðfararnám að háskólanámi fyrir þá sem ekki hafa lokið stúdentsprófi og fer nú í fyrsta sinn fram á Austurlandi.

Sjá næstu 50 fréttir