Innlent

Sósíalistar innan VG efna til fundar með Ögmundi

Frá kosningavöku VG 25. apríl sl.
Frá kosningavöku VG 25. apríl sl. Mynd/Daníel Rúnarsson
Umræðuhópur sósíalista innan VG efnir til opins umræðufundar um verkalýðs- og kjaramál og stöðuna á vinnumarkaði í kvöld.

Ræðumenn verða Ögmundur Jónasson, fyrrum formaður BSRB og alþingismaður, og Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags á Húsavík og fyrrum formaður matvælasviðs Starfsgreinarsambandsins.

Fundurinn fer fram á Suðurgötu 3 og hefst klukkan 20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×