Innlent

Þrjú innbrot í nótt

Brotist var inn í Sjónvarpsmiðstöðina í Síðumúla um klukkan tvö í nótt. Þjófurinn braut rúðu til að komast inn og var hann horfinn á braut áður en lögreglu bar að garði. Ekki er ljóst hvort hann hafi stolið einhverju en lögregla handtók mann skömmu síðar grunaðan um verknaðinn. Hann er nú í haldi og bíður yfirheyrslu.

Þá var brotist inn í verslun Europris á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði. Að sögn lögreglu tókst þjófunum að komast á brott með myndavélar sem voru til sölu í búðinni. Innbrotsþjófanna er nú leitað.

Rúður voru einnig brotnar í vinnubúðum við Smáralind á svipuðum tíma eða um klukkan þrjú í nótt. Svo virðist sem þeir sem þar hafi verið að verki hafi aðeins brotið rúður en ekki rænt verðmætum. Að öðru leyti var nóttin róleg í öllum helstu lögregluumdæmum landsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×