Innlent

Dreifðu grænmeti fyrir utan þinghúsið og gáfu Jóni blóm

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Frá Austurvelli í dag. Bjarni Jónsson og Jón Bjarnason.
Frá Austurvelli í dag. Bjarni Jónsson og Jón Bjarnason.
Garðyrkjubændur dreifðu grænmeti fyrir framan Alþingishúsið í dag til að mótmæla háu raforkuverði á sama tíma og þingmenn ræddu um garðyrkju og raforkuverð á þingfundi.

Þá afhenti Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, Jóni Bjarnasyni, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, grænmetis- og blómakörfu og áskorun frá Sambandi garðyrkjubænda.

„Raforkuverð til garðyrkjubænda hefur hækkað um 30% frá því í janúar á þessu ári og dæmi eru um að bændur slökkvi ljósin til lengri tíma í gróðurhúsum til að spara. Framleiðsla á íslenskum tómötum hefur minnkað um 17% það sem af er ári,“ segir í tilkynningu.


Tengdar fréttir

Með agúrku í ræðustól Alþingis

Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók með sér agúrku í ræðustól Alþingis í dag í umræðum um raforkuverð til garðyrkjubænda. „Til að mynda eitt af því sem liggur fyrir hjá garðyrkjunni núna er að hætta að rækta íslenskar agúrkur, þær bestu í heiminum. Það munar 300 tonnum af agúrkum. Allt þinghúsið myndi rúma um 300 tonn af agúrkum. Þetta er spurning um að horfast í augu við möguleikana,“ sagði Árni þegar agúrkunni upp.

Garðyrkjubændur mótmæla við Alþingishúsið

Íslenskir garðyrkjubændur neyðast til þess að draga verulega úr framleiðslu sinni í vetur og fækka starfsfólki gangi fyrirhugaðar hækkanir á raforkuverði eftir. Í auglýsingu í Fréttablaðinu í dag segja garðyrkjubændur að hækkunin sé rothögg fyrir stéttina og rekstrargrundvöll íslenskrar framleiðslu. Í dag klukkan hálfeitt ætla garðyrkjubændur að mæla með íslenskri garðyrkju fyrir framan Alþingishúsið áður en þingfundur hefst í dag. Landsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt.

Garðyrkjubændur að gefast upp

Garðyrkjubændur ætla að mótmæla háu raforkuverði fyrir framan Alþingishúsið í dag. Framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda segir að margir bændur séu við það að gefast upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×