Innlent

Sjö prósent beiðna hefur verið hafnað

Frá Alþingi Unnur Brá Konráðsdóttir vildi vita um fjölda beiðna um greiðsluaðlögun sem lagðar hafa verið fyrir dómstóla.fréttablaðið/vilhelm
Frá Alþingi Unnur Brá Konráðsdóttir vildi vita um fjölda beiðna um greiðsluaðlögun sem lagðar hafa verið fyrir dómstóla.fréttablaðið/vilhelm

Af þeim 318 beiðnum sem dómstólum hafa borist um nauðasamninga til greiðsluaðlögunar hafa 215 verið samþykktar, 14 verið hafnað og 12 verið afturkallaðar. 77 eru óafgreiddar.

Þetta kemur fram í svari dómsmála- og mannréttindaráðherra við fyrirspurn Unnar Brár Konráðsdóttur.

Langflestar beiðnir hafa verið lagðar fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur, 144, og Héraðsdóm Reykjaness, 112. Tvær hafa borist Héraðsdómi Norðurlands vestra og sex Héraðsdómi Vestfjarða.

Af þeim 77 sem eru óafgreiddar er 41 hjá Héraðsdómi Reykjaness og 29 hjá Héraðsdómi Reykja­víkur.

Unnur spurði einnig um beiðnir um greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna. 78 slíkar hafa borist dómstólum. 42 hafa verið samþykktar, engri hafnað, sjö verið afturkallaðar og 29 bíða afgreiðslu.

Flestar hafa borist dómstólunum í Reykjavík og á Reykjanesi en engin á Norðurlandi vestra og Austfjörðum.

Tölurnar eru frá miðjum síðasta mánuði.

Þá spurði Unnur hve mörgum nauðungarsölum fasteigna hefði (frá miðjum október) verið frestað fram yfir síðustu mánaðamót og fékk þau svör að tilvikin væru yfir eitt þúsund.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×