Innlent

Krakkar fagna nýrri skólalóð

Fengu Grænfánann Nemendur í Langholtsskóla með Grænfánann í þriðja sinn.
Fengu Grænfánann Nemendur í Langholtsskóla með Grænfánann í þriðja sinn.

Ný skólalóð við Langholtsskóla í Reykjavík var tekin formlega í notkun í gær. Við sama tækifæri fékk skólinn alþjóðlegu viðurkenninguna Grænfánann í þriðja sinn fyrir metnaðarfullt umhverfisstarf og að auki fengu nemendur grenndarskóg þar sem þeir geta stundað nám og ræktun.

„Nemendur fögnuðu þessum áföngum með því að mynda keðju utan um skólann sinn og síðan var Grænfáninn dreginn að húni við undirleik fjögurra blásara úr Skólahljómsveit Austurbæjar,“ segir í frétt frá menntasviði Reykjavíkurborgar. Þar kemur enn fremur fram að skólaverkefnið Á grænni grein sé alþjóðlegt og stýrt af Landvernd sem veiti Grænfánann skólum sem ná árangri í umhverfismálum. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×