Meint fórnalamb: „Mér var sagt að rífa ekki kjaft við lögregluna“ Valur Grettisson skrifar 22. október 2009 13:12 Lögreglumenn að störfum. Myndin tengist ekki fréttinni. Námsmaðurinn Edward Alexander Eiríksson á erfitt með að treysta lögreglunni eftir að hann var handtekinn í janúar síðastliðnum. Hann kærði handtökuna og var málið þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Það er lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon sem hefur verið ákærður fyrir fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás með því að hafa að morgni sunnudagsins 18. janúar 2009 farið offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. Hann neitaði sök í morgun. Í ákæruskjali segir að hann hafi, sem stjórnandi lögregluaðgerðar, fyrirskipað öðrum lögreglumanni að aka með Edward, fæddum 1987, frá Austurstræti út á Granda í Reykjavík þar sem hann var skilinn eftir. „Ég var ekki með nein sérstök læti. Ég hreytti í þá því þeir bönnuðu mér að tala í símann fyrir utan skemmtistað," segir hagfræðineminn Edward um kvöldið sem hann var handtekinn. Eftir að hann hreytti í þá var hann snúinn niður að eigin sögn og svo dröslað upp í lögreglubíl. Hann segist hafa legið í bílnum í nokkra stund en allan tímann hafi lögreglumaður þrýst hné sínu að hálsi Edwards. „Mér var þá sagt að vera ekki að rífa kjaft við lögregluna," segir Edward um ökuferðina sem var allt annað en þægileg. Eftir nokkurn bíltúr var honum sleppt á Granda og lögreglan ók á brott samkvæmt Edward. „Ég var símalaus þannig ég gekk bara aftur niður í bæ, þar húkkaði ég leigubíl og fór strax upp á spítala," segir Edward sem fékk áverkavottorð sama kvöld. Þá kom í ljós að hann var verulega marinn á hálsi, með glóðarauga og ýmsa áverka á líkama. Í kjölfarið kærði hann málið. „Mér finnst, sama hvað ég gerði, að þetta hefði aldrei orðið svona mikið mál ef þeir hefðu bara skilað mér upp á stöð og tekið af mér skýrslu," segir Edward en engar bókfærðar skýrslur eru til um málið að hans sögn. Lögreglumaðurinn, Garðar, starfar enn sem slíkur þó að ríkislögreglustjóri sé að skoða stöðu hans innan lögregluliðsins. Aðspurður hvað Edward finnist um það að hann sé enn við störf svarar hann: „Mér finnst það bara fáránlegt." Edward bætir við að lögreglumaður sem var á vettvangi þegar hann var handtekinn, hafi verið í þjálfun. „Hann er óhæfur til starfanna og þá sérstaklega ef hann er að þjálfa unga lögregluþjóna svona upp," segir Edward ósáttur við seinagang í málum Garðars. Spurður hvert traust hans sé til lögreglunnar eftir atvikið svarar Edward: „Traust mitt til lögreglunnar er bara núll." Tengdar fréttir Lögreglumaður ákærður fyrir líkamsárás - neitar sök Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon neitaði sök í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann hefur verið ákærður fyrir fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás með því að hafa að morgni sunnudagsins 18. janúar 2009 gerst offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. 22. október 2009 10:47 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Námsmaðurinn Edward Alexander Eiríksson á erfitt með að treysta lögreglunni eftir að hann var handtekinn í janúar síðastliðnum. Hann kærði handtökuna og var málið þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Það er lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon sem hefur verið ákærður fyrir fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás með því að hafa að morgni sunnudagsins 18. janúar 2009 farið offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. Hann neitaði sök í morgun. Í ákæruskjali segir að hann hafi, sem stjórnandi lögregluaðgerðar, fyrirskipað öðrum lögreglumanni að aka með Edward, fæddum 1987, frá Austurstræti út á Granda í Reykjavík þar sem hann var skilinn eftir. „Ég var ekki með nein sérstök læti. Ég hreytti í þá því þeir bönnuðu mér að tala í símann fyrir utan skemmtistað," segir hagfræðineminn Edward um kvöldið sem hann var handtekinn. Eftir að hann hreytti í þá var hann snúinn niður að eigin sögn og svo dröslað upp í lögreglubíl. Hann segist hafa legið í bílnum í nokkra stund en allan tímann hafi lögreglumaður þrýst hné sínu að hálsi Edwards. „Mér var þá sagt að vera ekki að rífa kjaft við lögregluna," segir Edward um ökuferðina sem var allt annað en þægileg. Eftir nokkurn bíltúr var honum sleppt á Granda og lögreglan ók á brott samkvæmt Edward. „Ég var símalaus þannig ég gekk bara aftur niður í bæ, þar húkkaði ég leigubíl og fór strax upp á spítala," segir Edward sem fékk áverkavottorð sama kvöld. Þá kom í ljós að hann var verulega marinn á hálsi, með glóðarauga og ýmsa áverka á líkama. Í kjölfarið kærði hann málið. „Mér finnst, sama hvað ég gerði, að þetta hefði aldrei orðið svona mikið mál ef þeir hefðu bara skilað mér upp á stöð og tekið af mér skýrslu," segir Edward en engar bókfærðar skýrslur eru til um málið að hans sögn. Lögreglumaðurinn, Garðar, starfar enn sem slíkur þó að ríkislögreglustjóri sé að skoða stöðu hans innan lögregluliðsins. Aðspurður hvað Edward finnist um það að hann sé enn við störf svarar hann: „Mér finnst það bara fáránlegt." Edward bætir við að lögreglumaður sem var á vettvangi þegar hann var handtekinn, hafi verið í þjálfun. „Hann er óhæfur til starfanna og þá sérstaklega ef hann er að þjálfa unga lögregluþjóna svona upp," segir Edward ósáttur við seinagang í málum Garðars. Spurður hvert traust hans sé til lögreglunnar eftir atvikið svarar Edward: „Traust mitt til lögreglunnar er bara núll."
Tengdar fréttir Lögreglumaður ákærður fyrir líkamsárás - neitar sök Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon neitaði sök í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann hefur verið ákærður fyrir fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás með því að hafa að morgni sunnudagsins 18. janúar 2009 gerst offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. 22. október 2009 10:47 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Lögreglumaður ákærður fyrir líkamsárás - neitar sök Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon neitaði sök í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann hefur verið ákærður fyrir fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás með því að hafa að morgni sunnudagsins 18. janúar 2009 gerst offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. 22. október 2009 10:47