Meint fórnalamb: „Mér var sagt að rífa ekki kjaft við lögregluna“ Valur Grettisson skrifar 22. október 2009 13:12 Lögreglumenn að störfum. Myndin tengist ekki fréttinni. Námsmaðurinn Edward Alexander Eiríksson á erfitt með að treysta lögreglunni eftir að hann var handtekinn í janúar síðastliðnum. Hann kærði handtökuna og var málið þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Það er lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon sem hefur verið ákærður fyrir fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás með því að hafa að morgni sunnudagsins 18. janúar 2009 farið offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. Hann neitaði sök í morgun. Í ákæruskjali segir að hann hafi, sem stjórnandi lögregluaðgerðar, fyrirskipað öðrum lögreglumanni að aka með Edward, fæddum 1987, frá Austurstræti út á Granda í Reykjavík þar sem hann var skilinn eftir. „Ég var ekki með nein sérstök læti. Ég hreytti í þá því þeir bönnuðu mér að tala í símann fyrir utan skemmtistað," segir hagfræðineminn Edward um kvöldið sem hann var handtekinn. Eftir að hann hreytti í þá var hann snúinn niður að eigin sögn og svo dröslað upp í lögreglubíl. Hann segist hafa legið í bílnum í nokkra stund en allan tímann hafi lögreglumaður þrýst hné sínu að hálsi Edwards. „Mér var þá sagt að vera ekki að rífa kjaft við lögregluna," segir Edward um ökuferðina sem var allt annað en þægileg. Eftir nokkurn bíltúr var honum sleppt á Granda og lögreglan ók á brott samkvæmt Edward. „Ég var símalaus þannig ég gekk bara aftur niður í bæ, þar húkkaði ég leigubíl og fór strax upp á spítala," segir Edward sem fékk áverkavottorð sama kvöld. Þá kom í ljós að hann var verulega marinn á hálsi, með glóðarauga og ýmsa áverka á líkama. Í kjölfarið kærði hann málið. „Mér finnst, sama hvað ég gerði, að þetta hefði aldrei orðið svona mikið mál ef þeir hefðu bara skilað mér upp á stöð og tekið af mér skýrslu," segir Edward en engar bókfærðar skýrslur eru til um málið að hans sögn. Lögreglumaðurinn, Garðar, starfar enn sem slíkur þó að ríkislögreglustjóri sé að skoða stöðu hans innan lögregluliðsins. Aðspurður hvað Edward finnist um það að hann sé enn við störf svarar hann: „Mér finnst það bara fáránlegt." Edward bætir við að lögreglumaður sem var á vettvangi þegar hann var handtekinn, hafi verið í þjálfun. „Hann er óhæfur til starfanna og þá sérstaklega ef hann er að þjálfa unga lögregluþjóna svona upp," segir Edward ósáttur við seinagang í málum Garðars. Spurður hvert traust hans sé til lögreglunnar eftir atvikið svarar Edward: „Traust mitt til lögreglunnar er bara núll." Tengdar fréttir Lögreglumaður ákærður fyrir líkamsárás - neitar sök Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon neitaði sök í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann hefur verið ákærður fyrir fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás með því að hafa að morgni sunnudagsins 18. janúar 2009 gerst offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. 22. október 2009 10:47 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Námsmaðurinn Edward Alexander Eiríksson á erfitt með að treysta lögreglunni eftir að hann var handtekinn í janúar síðastliðnum. Hann kærði handtökuna og var málið þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Það er lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon sem hefur verið ákærður fyrir fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás með því að hafa að morgni sunnudagsins 18. janúar 2009 farið offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. Hann neitaði sök í morgun. Í ákæruskjali segir að hann hafi, sem stjórnandi lögregluaðgerðar, fyrirskipað öðrum lögreglumanni að aka með Edward, fæddum 1987, frá Austurstræti út á Granda í Reykjavík þar sem hann var skilinn eftir. „Ég var ekki með nein sérstök læti. Ég hreytti í þá því þeir bönnuðu mér að tala í símann fyrir utan skemmtistað," segir hagfræðineminn Edward um kvöldið sem hann var handtekinn. Eftir að hann hreytti í þá var hann snúinn niður að eigin sögn og svo dröslað upp í lögreglubíl. Hann segist hafa legið í bílnum í nokkra stund en allan tímann hafi lögreglumaður þrýst hné sínu að hálsi Edwards. „Mér var þá sagt að vera ekki að rífa kjaft við lögregluna," segir Edward um ökuferðina sem var allt annað en þægileg. Eftir nokkurn bíltúr var honum sleppt á Granda og lögreglan ók á brott samkvæmt Edward. „Ég var símalaus þannig ég gekk bara aftur niður í bæ, þar húkkaði ég leigubíl og fór strax upp á spítala," segir Edward sem fékk áverkavottorð sama kvöld. Þá kom í ljós að hann var verulega marinn á hálsi, með glóðarauga og ýmsa áverka á líkama. Í kjölfarið kærði hann málið. „Mér finnst, sama hvað ég gerði, að þetta hefði aldrei orðið svona mikið mál ef þeir hefðu bara skilað mér upp á stöð og tekið af mér skýrslu," segir Edward en engar bókfærðar skýrslur eru til um málið að hans sögn. Lögreglumaðurinn, Garðar, starfar enn sem slíkur þó að ríkislögreglustjóri sé að skoða stöðu hans innan lögregluliðsins. Aðspurður hvað Edward finnist um það að hann sé enn við störf svarar hann: „Mér finnst það bara fáránlegt." Edward bætir við að lögreglumaður sem var á vettvangi þegar hann var handtekinn, hafi verið í þjálfun. „Hann er óhæfur til starfanna og þá sérstaklega ef hann er að þjálfa unga lögregluþjóna svona upp," segir Edward ósáttur við seinagang í málum Garðars. Spurður hvert traust hans sé til lögreglunnar eftir atvikið svarar Edward: „Traust mitt til lögreglunnar er bara núll."
Tengdar fréttir Lögreglumaður ákærður fyrir líkamsárás - neitar sök Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon neitaði sök í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann hefur verið ákærður fyrir fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás með því að hafa að morgni sunnudagsins 18. janúar 2009 gerst offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. 22. október 2009 10:47 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Lögreglumaður ákærður fyrir líkamsárás - neitar sök Lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon neitaði sök í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann hefur verið ákærður fyrir fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás með því að hafa að morgni sunnudagsins 18. janúar 2009 gerst offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. 22. október 2009 10:47