Innlent

Sýknaður peningafalsari aftur fyrir dóm

Hæstiréttur Íslands ómerkti sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem var ákærður fyrir að falsa tvo fimm þúsund króna seðla og framvísa þeim á pítsustað.

Dómur héraðsdóms féll í október á síðasta ári.

Með dómi héraðsdóms var meintur falsari sýknaður og þá aðallega með vísan til þess að verslunarstjóri pítsustaðarins, sem tekið hafði við seðlunum til geymslu þar til lögregla tók við þeim, hafði ekki gefið skýrslu við meðferð málsins.

Var héraðsdómur því ómerktur og málinu vísað heim í hérað til frekari gagnaöflunar og málsmeðferðar þar sem framburð verslunarstjórans vantaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×