Innlent

George Soros gæti keypt Ísland eins og það leggur sig

Óli Tynes skrifar
Góðir Íslendingar....
Góðir Íslendingar....

Auðkýfingar eiga hallir, einkaþotur og skemmtisnekkjur. Nú hafa reiknimeistarar reiknað út hvaða lönd þeir hefðu efni á að kaupa sér.

Þar er miðað við heildareignir viðkomandi auðkýfings og landsframleiðslu umræddra landa.

Microsoft pabbinn Bill Gates gæti til dæmis keypt Costa Rica þar sem landsframleiðslan er 48 milljarðar dollara.

Warren Buffett gæti keypt Norður-Kóreu þar sem landsframleiðsla er 40 milljarðar dollara.

Michael Bloomberg gæti keypt Zambíu þar sem landsframleiðslan er 17,5 milljarðar dollara.

Og George Soros gæti keypt Ísland þar sem landsframleiðslan er sögð 12,7 milljarðar dollara.

Spurningin er hvort hann hafi einhvern áhuga á því.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×