Innlent

Ólafur Ragnar heimsækir Dalabyggð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ætlar að heimsækja Dalabyggð.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ætlar að heimsækja Dalabyggð.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun sækja Dalabyggð heim á morgun. Forsetin mun heimsækja fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu. Í tilkynningu frá bæjarstjóra Dalabyggðar kemur fram að forsetinn muni meðal annars sækja heim Dvalarheimilið Silfurtún, MS í Búðardal og Auðarskóla þar sem FM Belfast mun stíga á stokk. Forsetinn situr einnig málþing og stofnfund ungra bænda í Dalabúð auk þess að taka þátt í vígsluathöfn Guðrúnarlaugar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×