Innlent

Aftur djammað í Súlnasalnum

Óli Tynes skrifar
Gömlu góðu dagarnir. Bara taka fram göngugrindurnar og mæta.
Gömlu góðu dagarnir. Bara taka fram göngugrindurnar og mæta.

Gullaldarstemmingin í Súlnasal Hótel Sögu verður endurvakin næstkomandi laugardag, sem er fyrsti vetrardagur. Þar troða upp meðal annarra Lúdó og Stefán, Raggi Bjarna og Garðar Guðmundsson.

Um og upp úr 1960 var Hótel Saga líklega vinsælasti samkomustaður á landinu.

Þá voru þrumandi böll í Súlnasalnum þar sem vinsælustu danshljómsveitir landsins skemmtu gestum og gangandi.

Á laugardag verður leitast við að endurskapa þá stemmingu sem þar ríkti. Húsið opnar klukkan sjö fyrir matargesti en klukkan níu verður opnað fyrir aðra gesti.

Hugmyndin að þessu kviknaði meðal dansáhugafólks sem jafnvel dansar enn við tónlist frá þessum tíma. Og nú á að gefa fólki sem skemmti sér á Söguböllum á sokkabandsárunum tækifæri til þess að bregða sér á gamaldags ball og dansa við gullaldartónlist.

Ef einhver hagnaður verður af skemmtuninni rennur hann til góðgerðarmála.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×