Fleiri fréttir

Ísraelsk flugvél nauðlenti á Íslandi

Ísraelsk flugvél, á vegum El Al flugfélagsins, nauðlenti á Íslandi í síðustu viku. Vélin var á leið frá Ísrael til Bandaríkjanna, en farþegar dvöldu á Íslandi í tæpan sólarhring vegna bilunar í vélinni.

Vilja jöfn kynjahlutföll á framboðslistum

Á landsþingi Landssambands sjálfstæðiskvenna (LS) sem haldið var í Stykkishólmi um helgina var samþykkt ályktun þar sem LS fagnar framgögnu þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Icesave-málinu og þeim fyrirvörum sem samþykktir voru við óviðunandi frumvarp ríkisstjórnarinnar frá því í sumar.

Helgi Hóseasson látinn

Helgi Hóseasson lést á elliheimilinu Grund í morgun, 89 ára að aldri. Helgi sem hefur verið nefndur mótmælandi Íslands fæddist í Höskuldstaðarseli í Breiðdal þann 21.nóvember árið 1919. Hann var næst elstur fjögurra systkina.

Bústaðurinn ónýtur eftir bruna: „Mikið tilfinningalegt tjón„

Sumarbústaður sem fjölskylda Jónasar R. Jónssonar fjölmiðlamanns og fyrrum umboðsmanns íslenska hestsins er ónýtur eftir bruna um miðjan dag í gær. Jónas segir að kviknaði hafi í út frá rafmagnstöflu og þakkar fyrir að eldurinn hafi komið upp um miðjan dag, en ekki nótt. Hann segir bústaðinnm, sem er á Þingvöllum, hafa verið í eigu fjölskyldunnar í þrjátíu ár, en enginn slasaðist í brunanum.

Helmingi minni velta á fasteignamarkaði

Velta á fasteignamarkaði var helmingi minni í síðustu viku miðað við sama tíma í fyrra samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins. Alls var 34 kaupsamningum vegna fasteignakaupa þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku en þeir voru 84 á sama tíma í fyrra.

40 þúsund manns á Ljósanótt

Talið er að um 40 þúsund manns hafa sótt Reykjanesbæ heim í gær en þar stendur nú yfir hátíðin Ljósanætur. Skemmtanahöld fóru vel fram að sögn lögreglu en þrír fengu að gista fangageymslur vegna ölvunar.

Stálu sígarettum í innbroti á Selfossi

Laust eftir miðnætti í gær var brotist inn í Vínbúðina á Selfossi að sögn lögreglu. Þjófarnir höfðu á brott með sér tvo kassa af sígarettum en þeir komust undan. Málið er í rannsókn.

Stakk sambýlismann sinn eftir átök

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um átök í húsi í Grafarholti rétt fyrir klukkan fimm í nótt. Karlmaður hafði þá gengið í skrokk á sambýliskonu sinni og slegið hana þannig að hún féll í gólfið, því næst sparkaði hann í hana þar sem hún lá í góflinu. Konan varð mjjög hrædd við atganginn, tók upp eldhúshníf og stakk manninn í höndina. Konan sagðist ekki hafa ætlað að stinga manninn en nokkuð blæddi úr sárinu. Þegar lögregla mætti á svæðið var maðurinn farinn út úr íbúðinni en fannst neðar í götunni. Hann var fluttur á slysadeild. Ekki er vitað um afdrif konunnar.

Evrópumálin eru Steingrími erfiðust

Aðildarumsóknin að Evrópusambandinu er langerfiðasta málið sem Steingrímur J. Sigfússon hefur staðið frammi fyrir í ríkistjórnarsamstarfinu. Þetta kemur fram í viðtali við Steingrím í sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins.

Handtekinn eftir að hafa otað hnífi

Átök brutust út í íbúð í Ásgarði á fjórða tímanum í dag en þar otaði maður hnífi að öðrum manni, að því loknu gekk hann út úr íbúðinni. Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn hafi verið handtekinn um hálftíma síðar og vistaður í fangageymslu.

Brotist inn í björgunarsveitarbíl

í morgun var brotist inn í bíl sem er í eigu björgunarsveitarinnar Ársæls. Nokkrir félagar sveitarinnar voru ásamt fleiri björgunarsveitamönnum við æfingar í nýbyggingu við Reykjavíkurhöfn þegar rúða var brotin í bílnum og tölvuskjár ásamt bakpoka með ýmsum mikilvægum skjölum eins björgunarsveitamannana hrifsuð úr bílnum og hlaupið á brott.

Atvinnuleysistryggingasjóður tæmist að öllu óbreyttu

Atvinnuleysistryggingasjóður þarf að óbreyttu að greiða allt að 26 milljarða króna í atvinnuleysisbætur á þessu ári. Sjóðurinn mun tæmast á næsta ári ef ekki kemur til aukið fjármagn frá ríkinu.

Bauhaushúsið fer hvergi

Bauhaus hefur engar fyrirætlanir um að flytja húsið sem reist var á Íslandi til annars lands. Talsmaður fyrirtækisins segir að ætlunin sé að bíða eftir að efnahagsástandið á Íslandi komist aftur í fyrra horf.

Í sínu þriðja opinbera starfi á árinu

Einar Karl Haraldsson, nýráðinn upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, er í sínu þriðja starfi á árinu hjá hinu opinbera. Auk þess að þiggja biðlaun, hefur hann gengið í tvö störf hjá hinu opinbera sem ekki voru auglýst.

Eldur í bíl og nokkur innbrot í dag

Nokkur erill hefur veirð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu það sem af er degi. Í tilkynningu frá lögreglu segir meðal annars að tilkynnt hafi verið um eld í bifreið á Höfðabakka á móts við Árbæjarsafn í morgun. Greiðlega gekk að slökkva eldinn af viðbragðsaðilum en bifreiðin er mikið skemmd eftir eldinn.

Skúrkar í bílaviðskiptum

Undanfarin misseri hafa verið að birtast í blöðum auglýsingar þar sem boðist er til að borga með bílum gegn því að kaupandinn yfirtaki áhvílandi lán sem eru orðin eigandanum um megn.

Fordæma samning OR um sölu á hlutnum í HS Orku

Borgarahreyfingin lýsir furðu sinni og andstyggð á því að sveitarfélög geti tekið sér það gerræðisvald að koma auðlindum þjóðarinnar í hendur einkaaðila án nokkurar lýðræðislegrar umræðu eða þverpólítisks vilja í samfélaginu. Borgarahreyfingin fordæmir það harkalega, að þjóðin sé svipt nýtingarrétt sínum á eigin auðlind í 65 ár í allt að 130 ár sem er fordæmislaus árafjöldi sé miðað við vestræn lýðræðisríki á borð við Bandaríkin sem miðar við 10 ár, í skjóli skammtímahagsmuna og einbeitts vilja fulltrúa sveitarfélaganna til að nýta sér tækifæri kreppunar til einkavæðingar án umræðu og umboðs.

Hneig niður fyrir utan Krónuna

Ungur maður hneig niður fyrir utan Krónuna úti á Granda um hádegisbil í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hlaut maðurinn höfuðáverka eftir árás nokkurra aðila og var fluttur á slysadeild.

Tjá sig ekki frekar um deilurnar við Landsbankann

Styrktarsjóður hjartveikra barna harmar þá umræðu sem átt hefur sér stað undanfarna daga í tengslum við þá fjármuni sem sjóðurinn tapaði vegna eignastýringar Landsbankans. Í ljósi umfjöllunnar síðustu daga og ekki síst í ljósi staðhæfinga Páls Benediktssonar upplýsingafulltrúa skilanefndar bankans hefur sjóðurinn sent frá yfirlýsingu.

Ekkert að frétta af viðbrögðum vegna Icesave

Formleg viðbrögð frá ríkisstjórnum Hollendinga og Breta vegna Icesavemálsins hafa ekki enn borist. Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu er búist við viðbrögðum í fyrsta lagi í upphafi vikunnar.

Bílavarahlutir hafa hækkað um tæp 40%

Kostnaður við rekstur ökutækja hefur hækkað um 14 prósent á síðustu tólf mánuðum samkvæmt rannsókn Rannsóknarseturs verslunarinnar. Bílavarahlutir hafa hækkað um tæp 40 prósent. Rúmlega 6.600 ferðavagnar eru enn óskoðaðir en eigendur þeirra verða rukkaðir um sérstakt vanrækslugjald frá og með 1. október.

16 milljarðar í atvinnuleysisbætur á þessu ári

Greiddar atvinnuleysisbætur um síðustu mánaðamót námu tæpum tveimur milljörðum króna og hækkuðu heildargreiðslur um tæpar 60 milljónir milli mánaða. Það sem af er þessu ári hafa rúmlega 16 milljarðar verið greiddir í atvinnuleysisbætur og mun Atvinnuleysistryggingasjóður að óbreyttu tæmast á næsta ári.

Vigdís hlýtur Eldmóðsviðurkenninguna

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti, fær í dag fyrstu alþjóðlegu Eldmóðsviðurkenninguna, the Global Passion Award, að viðstöddum um 250 manns á Hilton Nordica í Reykjavík.

Rólegt hjá lögreglu á Ljósanótt

Hátíðin Ljósanótt í Reykjanesbæ var sett í 10. sinn í gær. Að sögn lögreglunnar á suðurnesjum var nokkuð fjölmenni í miðbænum í gærkvöldi og í nótt en skemmtanahöld fóru vel fram.

Boðflenna beit afmælisgest

Um klukkan tuttugu mínútur yfir eitt í nótt barst lögreglu tilkynning um slagsmál á skemmtistað í austurhluta borgarinnar en um einkasamkvæmi var að ræða. Þrír karlmenn mættu óvelkomnir í afmælisveislu og bitu einn gestinn. Dyraverðir staðarins bentu á mennina og rak lögregla þá út af staðnum. Nokkrir afmælisgestir voru ósáttir við þá ákvörðun lögreglu og létu skap sitt bitna á lögreglumönnunum.

Rúmlega 40 þúsund steratöflur teknar

Rúmlega 40 þúsund steratöflur hafa verið stöðvaðar í póstsendingum hingað til lands það sem af er árinu. Það er fjórfalt meira magn en allt síðasta ár. Magn fíkniefna sem stöðvað hefur verið á árinu hefur einnig fjórfaldast á sama tíma.

Myndbandið frá afa bjargaði börnunum

Fjórtán ára stúlka brást hárrétt við þegar eldur kom upp í eldhúsi í húsi á Eyrarbakka. Sex börn voru ein í húsinu þegar eldurinn kom upp. Daginn áður hafði afi barnanna sent föður þeirra eldvarnarmyndband sem kennir rétt viðbrögð.

Endurlífgaður í bakaríinu

Viðskiptavinur Reynis bakara á Dalvegi í Kópavogi fékk krampa, hneig niður og missti meðvitund í bakaríinu laust fyrir klukkan tíu í gærmorgun. Tveir lögreglumenn voru staddir fyrir tilviljun í bakaríinu á sama tíma og hófu umsvifalaust endurlífgunartilraunir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu báru þær tilraunir árangur. Maðurinn komst aftur til meðvitundar og gat setið uppréttur þegar sjúkrabíl bar að og flutti hann á slysadeild.

Sáttmáli í uppnámi

Kraftar stjórnvalda fóru allir í að leysa úr Icesave-málinu. Stöðugleikasáttmáli um aðgerðir til að vinna þjóðina út úr kreppunni sat á hakanum á meðan. Aðilar vinnumarkaðarins deila hart á stjórnvöld og krefjast aðgerða án tafar.

Skallaði löggu

Tæplega þrítug kona hefur verið ákærð fyrir að skalla lögreglumann, ljúga til um nafn og hjálpa unglingsstúlku við að komast undan umsjá Barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar. Þá er konan kærð fyrir að hafa tvívegis ekið ökuréttindalaus undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Þurfum að passa okkur betur

VG sendi lista til stærstu fyrirtækja landsins í aðdraganda alþingiskosninganna 2007, þar sem falast var eftir styrkjum. Íslandspóstur, opinbert fyrirtæki, var á þeim lista, en samkvæmt lögum um stjórnmálasamtök er ólöglegt að taka við styrkjum frá opinberum fyrirtækjum.

Undirbúa stefnu í Lúkasarmáli

Ekki eru öll kurl komin til grafar í Lúkasar-málinu svonefnda, sem kom upp á Akureyri fyrir tveimur árum þegar Helgi Rafn Brynjarsson var ranglega sakaður um að drepa hundinn Lúkas.

Nýr sjónvarpsfréttatími á leið í loftið

Morgunblaðið og Skjár einn munu hefja útsendingar á sjónvarpsfréttatíma á Skjá einum í lok mánaðarins. Forsvarsmenn fyrirtækjanna undirrituðu samning þess efnis í gærdag. Fréttirnar verða sýndar á Skjá einum klukkan 18.50 alla virka daga og verða endursýndir klukkan 21.50.

Málflutningur dylgjur einar

Bjarni Ó. Halldórsson, framkvæmdastjóri Aalborg Portland á Íslandi, segir fullyrðingar forsvarsmanna Sementsverksmiðjunnar um að fyrirtæki hans hafi staðið fyrir undirboðum á markaði í tæpan áratug dylgjur og til marks um óheiðarleika.

Ólafur F.: Herbragð Hönnu Birnu og Guðjóns Arnars

„Ég held því miður að þetta sé sameiginlegt herbragð Hönnu Birnu og Guðjóns Arnars. Þessir tveir fjandvinir mínir eru að reyna að koma á mig höggi. Hanna Birna ber þær sakir reyndar af sér," segir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi.

Líkti Fjármáleftirlitinu við engla

Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra, líkti Fjármálaeftirlitinu við engla í ávarpi sem hún flutti á ráðstefnu eftirlitsins í janúar árið 2005. Á sömu ráðstefnu sagði Sigurður Einarsson, þáverandi stjórnarformaður Kaupþings, eftirlitsaðila með fjármálastarfsemi hér á landi vera jafn kraftmikla og eftirlitsstofnanir í Lúxemborg.

Nýjar leiðbeiningar um fjarvistir vegna veikinda af völdum svínaflensu

Með hliðsjón af nýjum upplýsingum er einstaklingum sem taldir eru vera með sýkingu af völdum H1N1 inflúensu, eða svínaflensu, ráðlagt að halda sig heima í tvo daga eftir að þeir verða hitalausir, að fram kemur á vef Landlæknisembættisins. Þar segir ráðleggingarnar séu gefnar til að reyna að draga úr líkum á smiti í samfélaginu.

Stúdentar fordæma niðurskurð menntamálaráðherra

Stúdentaráð Háskóla Íslands fordæmir fyrirhugaðan niðurskurð menntamálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, til Háskóla Íslands á komandi skólaári. Á álykun ráðsins segir að ljóst sé að niðurskurðurinn muni koma hart niður á Háskólasamfélaginu og fela í sér verulega skerta þjónustu og lakari menntun.

Ráðherra kallar eftir upplýsingum um mál Landsvirkjunar

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, mun á næstu dögum óska eftir frekari upplýsingum vegna skipulagstillögu Skeiða- og Gnúpverjahrepps, líkt og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Það er gert í ljósi úrskurðar samgönguráðuneytisins um að Flóahreppi hafi ekki verið heimilt að semja við Landsvirkjun um greiðslu kostnaðar vegna skipulagsvinnu sveitarfélagsins vegna virkjana við Neðri-Þjórsá. Í samtali við fréttastofu sagðist Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, telja þetta vera nýja túlkun á lögum.

Fyrsta alþjóðlega pókermótið á Íslandi fer fram í kvöld

Fyrsta alþjóðlega pókermótið á Íslandi verður haldið á veitingastaðnum Sólon í kvöld. Átta norskir pókerspilarar og einn íslenskur munu keppa um laust sæti á pókermóti í Litháen þar sem tugmilljónir króna eru í boði fyrir sigurvegarann.

Kannast ekki við samkomulag um áhættusæknari fjárfestingar

Enginn stjórnarmaður hjá Styrktarsjóði hjartveikra barna kannast við að hafa undirritað nýjan samning við Landsbankann, sem heimilaði áhættusæknari fjárfestingar með fjármuni sjóðsins. Stjórnin undirritaði hins vegar viðauka, þar sem bankanum er heimilað að fjárfesta í erlendum gjaldeyri - þar er hins vegar tekið fram að 90% peninganna skuli varið í ríkisbréf.

Sjá næstu 50 fréttir