Innlent

Fyrsta alþjóðlega pókermótið á Íslandi fer fram í kvöld

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. Mynd/Anton Brink
Fyrsta alþjóðlega pókermótið á Íslandi verður haldið á veitingastaðnum Sólon í kvöld. Átta norskir pókerspilarar og einn íslenskur munu keppa um laust sæti á pókermóti í Litháen þar sem tugmilljónir króna eru í boði fyrir sigurvegarann.

Mótið gengur undir nafninu Saga series en en það er fyrirtækið pokerstars.com sem sér um skipulagningu. Mótið byrjaði á netinu en vel á eitt þúsund manns, frá Noregi og Íslandi tóku þátt. Níu efstu, átta Norðmenn og einn Íslendingur, keppa á Sólon í kvöld um laust sæti á pókermóti í Litháen þar sem tugmilljónir króna eru í boði fyrir siguvegarann.

Talsmaður Pokerstars á Íslandi segist finna fyrir vaxandi pókeráhuga hér á landi.

„Ég held að það verði eins og golfíþróttin var hérna fyrir fjórum fimm árum síðan. Það er algjör sprenging. Það eru nú á annan tug þúsunda sem eru skráðar nú þegar á Pokerstars. Virki spilarar er 2100 til 2500 sem spila í hverri viku inni á heimasíðunni,“ segi Lúðvík Jónasson, talsmaður Pokerstars á Íslandi.

Fyrsta íslandsmótið í póker fer fram um næstu helgi og eru þegar um 100 þátttakendur búnir að skrá sig til leiks, en þátttökugjald er 40 þúsund krónur.

Aðspurður segir Lúðvík Íslendinga eiga mjög góða pókerspilara. „Við erum með stráka á Pokersstars sem eru að vinna nokkur þúsund dollara í hverjum einasta mánuði þannig að þeir hljóta að kunna eitthvað fyrir sér í sportinu.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×