Innlent

Handtekinn eftir að hafa otað hnífi

Maðurinn var vistaður í fangaklefa .
Maðurinn var vistaður í fangaklefa .
Átök brutust út í íbúð í Ásgarði á fjórða tímanum í dag en þar otaði maður hnífi að öðrum manni, að því loknu gekk hann út úr íbúðinni. Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn hafi verið handtekinn um hálftíma síðar og vistaður í fangageymslu.

Árásaraðilinn var í annarlegu ástandi og er jafnframt þekktur hjá lögreglu. Sá sem fyrir árásinni varð er ekki mikið slasaður eftir átökin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×