Fleiri fréttir Innri endurskoðun skoðar mál Ólafs Stjórn Frjálslynda flokksins hefur borist tilkynning frá Reykjavíkurborg um að máli Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa, hafi verið vísað til innri endurskoðunar borgarinnar. Frá þessu er greint á vef Frjálslynda flokksins 4.9.2009 17:16 Gígjökulslys: Áverkar ekki lífshættulegir Líðan konunnar sem slasaðist við Gígjökul í dag er eftir atvikum góð, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á slysadeild Landspítalans. Hún er með höfuðáverka en ekki er talið að þeir séu lífshættulegir. 4.9.2009 16:54 Metfjöldi erlendra ferðamanna Um 92 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu um Leifsstöð í nýliðnum ágústmánuði, átta þúsund fleiri en í sama mánuði á síðasta ári sem þá var met. Erlendum gestum fjölgar því um 9,6% milli ára. Brottförum Íslendinga fækkaði hins vegar um tæp 40%, voru um 24 þúsund í ágúst í ár en um 39 þúsund á árinu 2008, samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu. 4.9.2009 15:54 Brasilískur flóttamaður frjáls eftir viku Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu lögreglustjórans í Reykjavík að brasilíski flóttamaðurinn Hosmany Ramos yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hann lyki 30 daga afplánun sem hann hlaut fyrir að ferðast til Íslands á vegabréfi bróður síns. 4.9.2009 15:43 Óttast að maður hafi höfuðkúpubrotnað við Gígjökul Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli var kölluð út, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar, fyrir stundu vegna manns sem slasaðist við Gígjökul, sem er skriðjökull sem er í norðanverðum Eyjafjallajökli. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu er talið að maðurinn hafi höfuðkúpubrotnað þegar hann varð fyrir grjóthruni. 4.9.2009 14:53 Lögreglustjórinn var fyrstur manna á vettvang Fimm bíla árekstur varð á Miklubraut við Skaftahlíð um klukkan tvö í dag. Að sögn lögreglunnar voru bílarnir í vesturátt. Fólkið slasaðist minniháttar sjúkrabíll var sendur á staðinn til öryggis. Það vakti athygli vegfarenda að Stefán Eiríksson lögreglustjóri var fyrstur lögreglumanna á vettvang og tók þátt í hefðbundnum verkefnum lögreglunnar sem falla til við þessar aðstæður. 4.9.2009 14:13 Karl Wernersson stefnir fréttastjóra og fréttamönnum Stöðvar 2 og Vísis Karl Wernersson hefur stefnt fréttastjóra Stöðvar 2 og Vísis og fréttamönnunum Gunnari Erni Jónssyni og Telmu Tómasson. 4.9.2009 13:25 Landsvirkjun braut lög með greiðslum Landsvirkjun braut lög með því að greiða fyrir skipulagsvinnu Flóahrepps, vegna virkjana í Neðri-Þjórsá. Þetta kemur fram í úrskurði samgönguráðuneytisins. Samkvæmt úrskurðinum er engin heimild í lögum fyrir því að Landsvirkjun greiði sveitarfélögum fyrir vinnu við aðalskipulag. 4.9.2009 12:33 Landspítalinn sker niður um 2,8 milljarða á þessu ári Landspítalinn þarf að skera niður um 2,8 milljarða króna á þessu ári. Stjórnendur Spítalans funduðu með starfsmönnum í morgun til að kynna væntanlegar niðurskurðaraðgerðir. Framkvæmdastjóri Lækninga á Landspítalanum á ekki von á því að þjónusta muni skerðast á þessu ári. 4.9.2009 12:19 Alþjóðahús er ekki lokað Þar sem þess misskilnings gætir að Alþjóðahús hafi hætt starfsemi , er því hér með komið á framfæri að allir þættir í starfsemi hússins eru starfandi að fullu samkvæmt tilkynningu sem barst frá Alþjóðhúsinu. 4.9.2009 12:12 Stjórnvöld verða að grípa strax til aðgerða Stjórnvöld verða að horfast í augu við slæma skuldastöðu og grípa til aðgerða strax, segir Gunnar Tómasson hagfræðingur og fyrrverandi starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í aldarfjórðung. 4.9.2009 12:09 Laugavegurinn verður lokaður bílaumferð á morgun Laugavegurinn frá Frakkastíg og Bankastræti verður göngugata eftir hádegi á morgun og vonast er til þess að ökumenn geymi bifreiðar sínar ókeypis í bílahúsunum á meðan. 4.9.2009 12:00 Neitar að láta fyrrum forstjóra FME kenna sér viðskiptalögfræði Nemandi í Háskólanum í Reykjavík sendi fimmtíu og einum samnemenda og yfirstjórn skólans tölvupóst á dögunum þar sem hann baðst undan að sitja tíma sem Jónas Fr. Jónsson, fyrrum forstjóri Fjármálaeftirlitsins kennir. 4.9.2009 11:43 Gera ráð fyrir 400 þúsund bólusetningum vegna flensu á Íslandi Inflúensa A eða svokölluð svínaflensa hefur verið staðfest alls staðar á landinu nema í Vestmannaeyjum. Alls hafa 173 tilfelli af inflúensunni verið staðfest með sýnatöku hérlendis. Tilfellunum hefur farið fækkandi og er skýringin mögulega sú að sýnatökum er að fækka. 4.9.2009 11:35 Leigubílaskýlið flutt úr Lækjargötunni Til stendur að flytja leigubílaskýlið sem staðið hefur við Lækjargötu í Reykjavík yfir í Hafnarstræti og mun það standa fyrir framan hús nr. 16. Samkvæmt upplýsingum frá hverfisstöð Reykjavíkurborgar við Njarðargötu er gert ráð fyrir að nokkursskonar samgöngumiðstöð verði á planinu við Hafnarstræti og þótti því eðlilegt að flytja skýlið. Það er rétt að skemmtanaglaðir Reykvíkingar hafi þetta í huga í framtíðinni því líkur eru á að þeir grípi í tómt ef þeir ætla sér að freista þess að ná í leigubíl í Lækjargötunni í framtíðinni. 4.9.2009 10:02 Stöðugleikasáttmálinn var ekki grín Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins minnir stjórnvöld á að stöðugleikasáttmálinn hafi ekki verið undirritaður upp á grín og að brýnt sé að koma verkefnum af stað. 4.9.2009 08:10 Aldrei meiri umferð á þjóðvegum Umferð á þjóðvegum landsins var meiri í sumar en nokkru sinni fyrr, samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar. Heldur dró úr umferð í fyrrasumar og var það meðal annars rakið til bensínhækkana. 4.9.2009 07:20 Eldur í ruslagámi við Glæsibæ Eldur kviknaði í ruslagámi við Glæsibæ í Reykjavík undir morgun. 4.9.2009 07:18 Bruggverksmiðja í heimahúsi Lögreglan á Suðurnesjum gerði upptæka stórtæka bruggverksmiðju í heimahúsi í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Þar fundust 40 lítrar af tilbúnum landa og 300 lítrar af gambra, ásamt áhöldum og tækjum til bruggunar og átöppunar. 4.9.2009 07:13 Tekinn tvisvar á sama klukkutíma Ökumaður var tekinn tvisvar á sama klukkutímanum í nótt fyrir of hraðan akstur. Annars vegar á Breiðholtsbraut á hundrað kílómetra hraða og hins vegar á Reykjanesbraut á 110 kílómetra hraða. 4.9.2009 07:11 Lentu í árekstri undir áhrifum Tveir voru fluttir á slysadeild og síðan í fangageymslur eftir árekstur tveggja bíla á Nýbýlavegi í nótt. Mennirnir voru í öðrum bílnum, en ökumann hins bílsins sakaði ekki. 4.9.2009 07:08 Forstjórinn segir þörf á hörðum aðgerðum Reynt verður eftir fremsta megni að komast hjá uppsögnum á Landspítalanum þótt mikill niðurskurðir blasi við. Þetta segir Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítalans, sem mun funda með starfsfólki spítalans í dag. Þó sé líklegt að starfshlutfall verði skert eða vöktum breytt. 4.9.2009 07:00 Starfsgreinasambandið kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar Stöðugleikasáttmáli ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins var ekki undirritaður upp á grín, segir Skúli Thoroddssen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins í nýjum pistli á vef sambandsins. Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins leggur á það ríka áherslu að nú þurfi að koma verkefnunum af stað. 3.9.2009 23:26 Vill heildstæða löggjöf um þjóðaratkvæðagreiðslur Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, vill að sett verði heildstæð lög um þjóðaratkvæðagreiðslur þannig að þjóðin geti sagt álit sitt í veigamiklum málum sem snerta þjóðina. 3.9.2009 21:48 Hvers vegna eiga Íslendingar að greiða Icesave? Af hverju ætti fólk sem kom hvergi nálægt Icesave reikningunum að greiða fyrir þá, bara af því að þeir búa á Íslandi? Þessarar spurningar spyr Nathan Lewis, sjóðsstjóri og pistlahöfundur á Huffington Post. 3.9.2009 19:42 Fjölskyldufyrirtækið Nýja Kaupþing Svo virðist vera sem fjölskylda Bjarna Jónssonar útvegsbónda úr Strandasýslu hafi náð töglum og höldum á Nýja Kaupþingi. 3.9.2009 21:16 Sögufrægt herskip fundið á botni Faxaflóa Staðfesting fékkst á því í dag að skipsflak á botni Faxaflóa, sem neðansjávarmyndir náðust af á mánudag, er sögufrægt bandarískt herskip, sem þýskur kafbátur sökkti í seinni heimstyrjöld. Gat eftir tundurskeyti sést greinilega á skipsskrokknum. 3.9.2009 18:50 Fundu 440 kannabisplöntur í Árbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í Árbænum síðdegis í gær. 3.9.2009 18:25 Varaþingmaður vill að forseti skýri afstöðu sína í Icesave málinu Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þarf að útskýra hvers vegna hann synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar en ekki lögum um ríkisábyrgð á Icesave-reikningum Landsbankans, segir Sigurður Kári Kristjánsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar formanns flokksins. 3.9.2009 18:17 Stöðvaður á yfir 190 kílómetra hraða Ökumaður á vélhjóli var stöðvaður eftir að hann hafði mælst á 192 kílómetra hraða á þjóðvegi 1, rétt austan við Selfoss eftir hádegið í dag. Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Maðurinn verður ákærður vegna athæfisins enda sagði lögreglumaður á Selfossi í samtali við Vísi að hraðinn væri það mikill að hann væri búinn að sprengja alla „sektarskala". 3.9.2009 17:36 Bílþjófur handtekinn í Laugardal Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í Laugardal í gærkvöld vegna bílþjófnaðar. Maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. Bílnum var stolið í Kópavogi fyrr um daginn. 3.9.2009 16:45 Aksturstími til Ísafjarðar styttist um eina og hálfa klukkstund Samgönguráðherra vígði í dag eina tignarlegustu brú landsins, bogabrúna yfir Mjóafjörð. Aksturstími að vetri milli Reykjavíkur og Ísafjarðar styttist um eina og hálfa klukkustund með samgöngumannvirkjum sem eru að komast í gagnið. 3.9.2009 19:02 Þiggja á annað hundrað milljóna króna frá OR Ráðgjafarfyrirtækið Arctica Finance, sem er í eigu fyrrverandi starfsmanna Landsbankans, þiggur á annað hundrað milljóna króna, fyrir ráðgjöf til Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrirtækið fær peningana fyrir að finna kaupanda að hlut Orkuveitunnar í HS orku. 3.9.2009 19:00 Jóhanna skrifaði starfsbræðrum bréf vegna Icesave Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi starfsbræðrum sínum í Bretlandi og Hollandi bréf í síðustu viku vegna samþykktar Alþingis á lögum um ríkisábyrgð í tengslum við Icesave samningana. Óskaði Jóhanna atbeina þeirra til að ná fram farsælli lausn að því er varðar Icesave málið og fjallaði um hugsanlega fundi forsætisráðherranna. 3.9.2009 17:47 Meintur tóbaksþjófur áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem var handtekinn ásamt tveimur öðrum mönnum í Árbæ í fyrrakvöld en þeir eru grunaðir um að hafa brotist inn í verslun í Hraunbæ. 3.9.2009 16:35 Ekið á níu ára stúlku Ekið var á gangandi vegfarendur á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Níu ára stúlka varð fyrir bíl á Rauðalæk síðdegis og var hún flutt á slysadeild. 3.9.2009 16:08 Reyna að bæta skuldastöðu einyrkja Stjórnvöld kanna sérstaklega hvernig unnt er að bæta skuldastöðu einyrkja sem eiga í miklum greiðsluerfiðleikum. Margir þeirra hafa lagt allt undir, bæði atvinnurekstur og heimili. 3.9.2009 16:06 Grunaður yfirheyrður vegna vídeóleigubruna Maður hefur verið yfirheyrður vegna brunans í Laugarásvídjói síðustu helgi. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns, var maðurinn látinn laus eftir yfirheyrslur en rannsóknin heldur áfram. 3.9.2009 15:30 Fleiri greinast með svínaflensu Alls hafa 168 greinst með svínaflensu (H1N1) vegna sýkingu á Íslandi sem staðfest voru á veirufræðideild Landspítala, samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. Þar af eru 92 karlar og 76 konur. Í síðustu viku höfðu 162 greinst með flensuna. 3.9.2009 14:59 VG vilja einkavæða bílastæðahús borgarinnar Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykkti tillögu VG á fundi borgarráðs í dag um könnun á kostum þess að bílastæðahús borgarinnar verði seld. Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Fulltrúar Samfylkingarinnar bókuðu hinsvegar fyrirvara við málið og sátu hjá. 3.9.2009 14:43 Ásættanleg niðurstaða fyrir borgina Niðurstaðan eftir rúmlega hálfs árs söluferli Orkuveitu Reykjavíkur á hlut sínum í HS Orku er góð fyrir Orkuveitu Reykjavíkur og eigendur hennar, að fram kemur í tilkynningu frá borginni. Borgarfulltrúar meirihlutans styðja söluna. 3.9.2009 14:21 Lögðu fram á þriðja tug fyrirspurna varðandi HS Orku Fulltrúar Samfylkingar og VG lögðu fram á þriðja tug fyrirspurna varðandi söluna á HS Orku á fundi borgarráðs í dag. Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í stjórn Orkuveitunnar, segir málið yfirgripsmikið og því hafi minnihlutaflokkarnir lagt fram fyrirspurnirnar. 3.9.2009 13:49 Blása til mótmælatónleika vegna Ingólfstorgs og Nasa Áhugahópur um björgun Ingólfstorgs hefur blásið til baráttutónleika sem verða haldnir á torginu á laugardaginn. 3.9.2009 13:10 Borgarráð frestar afgreiðslu á sölu HS orku Borgarráð Reykjavíkur hefur að ósk fulltrúa minnihlutans í ráðinu ákveðið að fresta um viku afgreiðslu á sölu á hlut Orkuveitur Reykjavíkur í HS Orku til Magma Energy. 3.9.2009 12:58 Flóahreppur fékk einnig greiðslur frá Landsvirkjun vegna skipulagsvinnu Flóahreppur, hefur eins og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, fengið greiðslur frá Landsvirkjun vegna skipulagsvinnu. Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir að greiðslur til sveitarfélaganna séu að öllu í samræmi við lög og vísar því á bug að þær séu óeðlilegar. 3.9.2009 12:28 Sjá næstu 50 fréttir
Innri endurskoðun skoðar mál Ólafs Stjórn Frjálslynda flokksins hefur borist tilkynning frá Reykjavíkurborg um að máli Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa, hafi verið vísað til innri endurskoðunar borgarinnar. Frá þessu er greint á vef Frjálslynda flokksins 4.9.2009 17:16
Gígjökulslys: Áverkar ekki lífshættulegir Líðan konunnar sem slasaðist við Gígjökul í dag er eftir atvikum góð, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á slysadeild Landspítalans. Hún er með höfuðáverka en ekki er talið að þeir séu lífshættulegir. 4.9.2009 16:54
Metfjöldi erlendra ferðamanna Um 92 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu um Leifsstöð í nýliðnum ágústmánuði, átta þúsund fleiri en í sama mánuði á síðasta ári sem þá var met. Erlendum gestum fjölgar því um 9,6% milli ára. Brottförum Íslendinga fækkaði hins vegar um tæp 40%, voru um 24 þúsund í ágúst í ár en um 39 þúsund á árinu 2008, samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu. 4.9.2009 15:54
Brasilískur flóttamaður frjáls eftir viku Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu lögreglustjórans í Reykjavík að brasilíski flóttamaðurinn Hosmany Ramos yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hann lyki 30 daga afplánun sem hann hlaut fyrir að ferðast til Íslands á vegabréfi bróður síns. 4.9.2009 15:43
Óttast að maður hafi höfuðkúpubrotnað við Gígjökul Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli var kölluð út, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar, fyrir stundu vegna manns sem slasaðist við Gígjökul, sem er skriðjökull sem er í norðanverðum Eyjafjallajökli. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu er talið að maðurinn hafi höfuðkúpubrotnað þegar hann varð fyrir grjóthruni. 4.9.2009 14:53
Lögreglustjórinn var fyrstur manna á vettvang Fimm bíla árekstur varð á Miklubraut við Skaftahlíð um klukkan tvö í dag. Að sögn lögreglunnar voru bílarnir í vesturátt. Fólkið slasaðist minniháttar sjúkrabíll var sendur á staðinn til öryggis. Það vakti athygli vegfarenda að Stefán Eiríksson lögreglustjóri var fyrstur lögreglumanna á vettvang og tók þátt í hefðbundnum verkefnum lögreglunnar sem falla til við þessar aðstæður. 4.9.2009 14:13
Karl Wernersson stefnir fréttastjóra og fréttamönnum Stöðvar 2 og Vísis Karl Wernersson hefur stefnt fréttastjóra Stöðvar 2 og Vísis og fréttamönnunum Gunnari Erni Jónssyni og Telmu Tómasson. 4.9.2009 13:25
Landsvirkjun braut lög með greiðslum Landsvirkjun braut lög með því að greiða fyrir skipulagsvinnu Flóahrepps, vegna virkjana í Neðri-Þjórsá. Þetta kemur fram í úrskurði samgönguráðuneytisins. Samkvæmt úrskurðinum er engin heimild í lögum fyrir því að Landsvirkjun greiði sveitarfélögum fyrir vinnu við aðalskipulag. 4.9.2009 12:33
Landspítalinn sker niður um 2,8 milljarða á þessu ári Landspítalinn þarf að skera niður um 2,8 milljarða króna á þessu ári. Stjórnendur Spítalans funduðu með starfsmönnum í morgun til að kynna væntanlegar niðurskurðaraðgerðir. Framkvæmdastjóri Lækninga á Landspítalanum á ekki von á því að þjónusta muni skerðast á þessu ári. 4.9.2009 12:19
Alþjóðahús er ekki lokað Þar sem þess misskilnings gætir að Alþjóðahús hafi hætt starfsemi , er því hér með komið á framfæri að allir þættir í starfsemi hússins eru starfandi að fullu samkvæmt tilkynningu sem barst frá Alþjóðhúsinu. 4.9.2009 12:12
Stjórnvöld verða að grípa strax til aðgerða Stjórnvöld verða að horfast í augu við slæma skuldastöðu og grípa til aðgerða strax, segir Gunnar Tómasson hagfræðingur og fyrrverandi starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í aldarfjórðung. 4.9.2009 12:09
Laugavegurinn verður lokaður bílaumferð á morgun Laugavegurinn frá Frakkastíg og Bankastræti verður göngugata eftir hádegi á morgun og vonast er til þess að ökumenn geymi bifreiðar sínar ókeypis í bílahúsunum á meðan. 4.9.2009 12:00
Neitar að láta fyrrum forstjóra FME kenna sér viðskiptalögfræði Nemandi í Háskólanum í Reykjavík sendi fimmtíu og einum samnemenda og yfirstjórn skólans tölvupóst á dögunum þar sem hann baðst undan að sitja tíma sem Jónas Fr. Jónsson, fyrrum forstjóri Fjármálaeftirlitsins kennir. 4.9.2009 11:43
Gera ráð fyrir 400 þúsund bólusetningum vegna flensu á Íslandi Inflúensa A eða svokölluð svínaflensa hefur verið staðfest alls staðar á landinu nema í Vestmannaeyjum. Alls hafa 173 tilfelli af inflúensunni verið staðfest með sýnatöku hérlendis. Tilfellunum hefur farið fækkandi og er skýringin mögulega sú að sýnatökum er að fækka. 4.9.2009 11:35
Leigubílaskýlið flutt úr Lækjargötunni Til stendur að flytja leigubílaskýlið sem staðið hefur við Lækjargötu í Reykjavík yfir í Hafnarstræti og mun það standa fyrir framan hús nr. 16. Samkvæmt upplýsingum frá hverfisstöð Reykjavíkurborgar við Njarðargötu er gert ráð fyrir að nokkursskonar samgöngumiðstöð verði á planinu við Hafnarstræti og þótti því eðlilegt að flytja skýlið. Það er rétt að skemmtanaglaðir Reykvíkingar hafi þetta í huga í framtíðinni því líkur eru á að þeir grípi í tómt ef þeir ætla sér að freista þess að ná í leigubíl í Lækjargötunni í framtíðinni. 4.9.2009 10:02
Stöðugleikasáttmálinn var ekki grín Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins minnir stjórnvöld á að stöðugleikasáttmálinn hafi ekki verið undirritaður upp á grín og að brýnt sé að koma verkefnum af stað. 4.9.2009 08:10
Aldrei meiri umferð á þjóðvegum Umferð á þjóðvegum landsins var meiri í sumar en nokkru sinni fyrr, samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar. Heldur dró úr umferð í fyrrasumar og var það meðal annars rakið til bensínhækkana. 4.9.2009 07:20
Eldur í ruslagámi við Glæsibæ Eldur kviknaði í ruslagámi við Glæsibæ í Reykjavík undir morgun. 4.9.2009 07:18
Bruggverksmiðja í heimahúsi Lögreglan á Suðurnesjum gerði upptæka stórtæka bruggverksmiðju í heimahúsi í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Þar fundust 40 lítrar af tilbúnum landa og 300 lítrar af gambra, ásamt áhöldum og tækjum til bruggunar og átöppunar. 4.9.2009 07:13
Tekinn tvisvar á sama klukkutíma Ökumaður var tekinn tvisvar á sama klukkutímanum í nótt fyrir of hraðan akstur. Annars vegar á Breiðholtsbraut á hundrað kílómetra hraða og hins vegar á Reykjanesbraut á 110 kílómetra hraða. 4.9.2009 07:11
Lentu í árekstri undir áhrifum Tveir voru fluttir á slysadeild og síðan í fangageymslur eftir árekstur tveggja bíla á Nýbýlavegi í nótt. Mennirnir voru í öðrum bílnum, en ökumann hins bílsins sakaði ekki. 4.9.2009 07:08
Forstjórinn segir þörf á hörðum aðgerðum Reynt verður eftir fremsta megni að komast hjá uppsögnum á Landspítalanum þótt mikill niðurskurðir blasi við. Þetta segir Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítalans, sem mun funda með starfsfólki spítalans í dag. Þó sé líklegt að starfshlutfall verði skert eða vöktum breytt. 4.9.2009 07:00
Starfsgreinasambandið kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar Stöðugleikasáttmáli ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins var ekki undirritaður upp á grín, segir Skúli Thoroddssen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins í nýjum pistli á vef sambandsins. Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins leggur á það ríka áherslu að nú þurfi að koma verkefnunum af stað. 3.9.2009 23:26
Vill heildstæða löggjöf um þjóðaratkvæðagreiðslur Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, vill að sett verði heildstæð lög um þjóðaratkvæðagreiðslur þannig að þjóðin geti sagt álit sitt í veigamiklum málum sem snerta þjóðina. 3.9.2009 21:48
Hvers vegna eiga Íslendingar að greiða Icesave? Af hverju ætti fólk sem kom hvergi nálægt Icesave reikningunum að greiða fyrir þá, bara af því að þeir búa á Íslandi? Þessarar spurningar spyr Nathan Lewis, sjóðsstjóri og pistlahöfundur á Huffington Post. 3.9.2009 19:42
Fjölskyldufyrirtækið Nýja Kaupþing Svo virðist vera sem fjölskylda Bjarna Jónssonar útvegsbónda úr Strandasýslu hafi náð töglum og höldum á Nýja Kaupþingi. 3.9.2009 21:16
Sögufrægt herskip fundið á botni Faxaflóa Staðfesting fékkst á því í dag að skipsflak á botni Faxaflóa, sem neðansjávarmyndir náðust af á mánudag, er sögufrægt bandarískt herskip, sem þýskur kafbátur sökkti í seinni heimstyrjöld. Gat eftir tundurskeyti sést greinilega á skipsskrokknum. 3.9.2009 18:50
Fundu 440 kannabisplöntur í Árbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í Árbænum síðdegis í gær. 3.9.2009 18:25
Varaþingmaður vill að forseti skýri afstöðu sína í Icesave málinu Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þarf að útskýra hvers vegna hann synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar en ekki lögum um ríkisábyrgð á Icesave-reikningum Landsbankans, segir Sigurður Kári Kristjánsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar formanns flokksins. 3.9.2009 18:17
Stöðvaður á yfir 190 kílómetra hraða Ökumaður á vélhjóli var stöðvaður eftir að hann hafði mælst á 192 kílómetra hraða á þjóðvegi 1, rétt austan við Selfoss eftir hádegið í dag. Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Maðurinn verður ákærður vegna athæfisins enda sagði lögreglumaður á Selfossi í samtali við Vísi að hraðinn væri það mikill að hann væri búinn að sprengja alla „sektarskala". 3.9.2009 17:36
Bílþjófur handtekinn í Laugardal Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í Laugardal í gærkvöld vegna bílþjófnaðar. Maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. Bílnum var stolið í Kópavogi fyrr um daginn. 3.9.2009 16:45
Aksturstími til Ísafjarðar styttist um eina og hálfa klukkstund Samgönguráðherra vígði í dag eina tignarlegustu brú landsins, bogabrúna yfir Mjóafjörð. Aksturstími að vetri milli Reykjavíkur og Ísafjarðar styttist um eina og hálfa klukkustund með samgöngumannvirkjum sem eru að komast í gagnið. 3.9.2009 19:02
Þiggja á annað hundrað milljóna króna frá OR Ráðgjafarfyrirtækið Arctica Finance, sem er í eigu fyrrverandi starfsmanna Landsbankans, þiggur á annað hundrað milljóna króna, fyrir ráðgjöf til Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrirtækið fær peningana fyrir að finna kaupanda að hlut Orkuveitunnar í HS orku. 3.9.2009 19:00
Jóhanna skrifaði starfsbræðrum bréf vegna Icesave Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi starfsbræðrum sínum í Bretlandi og Hollandi bréf í síðustu viku vegna samþykktar Alþingis á lögum um ríkisábyrgð í tengslum við Icesave samningana. Óskaði Jóhanna atbeina þeirra til að ná fram farsælli lausn að því er varðar Icesave málið og fjallaði um hugsanlega fundi forsætisráðherranna. 3.9.2009 17:47
Meintur tóbaksþjófur áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem var handtekinn ásamt tveimur öðrum mönnum í Árbæ í fyrrakvöld en þeir eru grunaðir um að hafa brotist inn í verslun í Hraunbæ. 3.9.2009 16:35
Ekið á níu ára stúlku Ekið var á gangandi vegfarendur á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Níu ára stúlka varð fyrir bíl á Rauðalæk síðdegis og var hún flutt á slysadeild. 3.9.2009 16:08
Reyna að bæta skuldastöðu einyrkja Stjórnvöld kanna sérstaklega hvernig unnt er að bæta skuldastöðu einyrkja sem eiga í miklum greiðsluerfiðleikum. Margir þeirra hafa lagt allt undir, bæði atvinnurekstur og heimili. 3.9.2009 16:06
Grunaður yfirheyrður vegna vídeóleigubruna Maður hefur verið yfirheyrður vegna brunans í Laugarásvídjói síðustu helgi. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns, var maðurinn látinn laus eftir yfirheyrslur en rannsóknin heldur áfram. 3.9.2009 15:30
Fleiri greinast með svínaflensu Alls hafa 168 greinst með svínaflensu (H1N1) vegna sýkingu á Íslandi sem staðfest voru á veirufræðideild Landspítala, samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. Þar af eru 92 karlar og 76 konur. Í síðustu viku höfðu 162 greinst með flensuna. 3.9.2009 14:59
VG vilja einkavæða bílastæðahús borgarinnar Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykkti tillögu VG á fundi borgarráðs í dag um könnun á kostum þess að bílastæðahús borgarinnar verði seld. Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Fulltrúar Samfylkingarinnar bókuðu hinsvegar fyrirvara við málið og sátu hjá. 3.9.2009 14:43
Ásættanleg niðurstaða fyrir borgina Niðurstaðan eftir rúmlega hálfs árs söluferli Orkuveitu Reykjavíkur á hlut sínum í HS Orku er góð fyrir Orkuveitu Reykjavíkur og eigendur hennar, að fram kemur í tilkynningu frá borginni. Borgarfulltrúar meirihlutans styðja söluna. 3.9.2009 14:21
Lögðu fram á þriðja tug fyrirspurna varðandi HS Orku Fulltrúar Samfylkingar og VG lögðu fram á þriðja tug fyrirspurna varðandi söluna á HS Orku á fundi borgarráðs í dag. Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í stjórn Orkuveitunnar, segir málið yfirgripsmikið og því hafi minnihlutaflokkarnir lagt fram fyrirspurnirnar. 3.9.2009 13:49
Blása til mótmælatónleika vegna Ingólfstorgs og Nasa Áhugahópur um björgun Ingólfstorgs hefur blásið til baráttutónleika sem verða haldnir á torginu á laugardaginn. 3.9.2009 13:10
Borgarráð frestar afgreiðslu á sölu HS orku Borgarráð Reykjavíkur hefur að ósk fulltrúa minnihlutans í ráðinu ákveðið að fresta um viku afgreiðslu á sölu á hlut Orkuveitur Reykjavíkur í HS Orku til Magma Energy. 3.9.2009 12:58
Flóahreppur fékk einnig greiðslur frá Landsvirkjun vegna skipulagsvinnu Flóahreppur, hefur eins og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, fengið greiðslur frá Landsvirkjun vegna skipulagsvinnu. Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir að greiðslur til sveitarfélaganna séu að öllu í samræmi við lög og vísar því á bug að þær séu óeðlilegar. 3.9.2009 12:28