Fleiri fréttir Flensan smitast milli manna Fjórða tilfelli svínainflúensunnar svokölluðu A(H1N1) hefur greinst á Íslandi. Þar á í hlut kona á miðjum aldri. Allt bendir til þess að hún hafi smitast af hjónum sem komu hingað frá Bandaríkjunum 3. júní síðastliðinn, að því er segir í tilkynningu frá sóttvarnalækni og Almannavörnum. Hjónin greindust bæði með veikina. 13.6.2009 05:15 Mestir möguleikar til að draga úr notkun gróðurhúsalofttegunda eru í sjávarútvegi Mestir möguleikar til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda liggja í sjávarútvegi, án tillits til kostnaðar. Talið er að tæknilega sé hægt að draga úr útstreymi vegna fiskimjölsframleiðslu um 100 prósent með rafvæðingu og draga úr útstreymi fiskiflota landsins um 75 prósent með aukinni notkun lífeldsneytis og orkusparnaðar. Þetta kemur fram í aðgerðaskýrslu sérfræðinganefndar á vegum umhverfisráðuneytisins, sem birt var í gær. 13.6.2009 04:45 Finna ekki skip í staðinn fyrir Herjólf Erfiðlega gengur að finna ferju sem gæti leyst Herjólf af þegar hann verður settur í slipp í byrjun september næstkomandi. Eistneska ferjan St. Ola sem hlaupið hefur í Herjólfs skarð síðustu ár er ekki til taks að þessu sinni. Ráðgert er að viðgerðin taki tvær vikur en Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjabæ, segir að af fenginni reynslu megi búast við því að Herjólfur verði frá í þrjár til fjórar vikur. 13.6.2009 04:30 Hálf milljón til tækjakaupa Lionsklúbburinn Eir hefur fært fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu 500 þúsund krónur að gjöf. Peningunum verður varið til kaupa á tækjum og búnaði fyrir deildina og hefur hluta þeirra þegar verið ráðstafað. 13.6.2009 04:15 Fjárframlög aukin í rannsókn á hruninu „Við munum efla embættið og væntanlega fjölga saksóknurum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á fundi forystumanna ríkisstjórnarinnar með blaðamönnum í gær. 13.6.2009 04:00 Viðskiptafélagi Sigurðar átti bátinn Gúmmíbáturinn sem notaður var til að sækja 109 kíló af fíkniefnum út í Papey í apríl er í eigu viðskiptafélaga Sigurðar Ólasonar, sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um peningaþvætti, tengsl við alþjóðlegan glæpahring og aðild að fíkniefnasmygli. 13.6.2009 04:00 Undirskriftir gegn sorpi á Suðurlandi Íbúar í nágrenni sorpurðunarstaðar Sorpstöðvar Suðurlands í landi Kirkjuferjuhjáleigu hafa hafið undirskriftasöfnun gegn framlengingu starfsleyfis stöðvarinnar á umræddu svæði. Undirskriftirnar verða sendar Umhverfisstofnun. 13.6.2009 03:45 Græða með símaskrám Við Flugvallarveg í Reykjavík er nýhafin tilraun til uppgræðslu með gömlum símaskrám. Það eru fyrirtækin Já, sem gefur út Símaskrána, Flögur og Sáning sem standa saman að tilrauninni. 13.6.2009 03:30 Aðstoða fólk án endurgjalds Tíu manna hópur á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið sig saman og býður þeim sem á þurfa að halda ókeypis aðstoð. Um er að ræða innkaup, gluggaþvott, reiðhjólaviðgerðir, garðahreinsun, matreiðslu og fataviðgerðir. 13.6.2009 03:15 Engar tillögur, ekkert á pappír „Það hafa engar konkret tillögur komið fram, ekkert á pappír, ekkert konkret,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann var inntur frétta af samráðsfundum ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins í Karphúsinu. 13.6.2009 03:00 Tók á sprelllifandi en ljúfum hákarli Áhöfnin á Vestmannaey VE fékk stóran hákarl í botnvörpuna á miðvikudagsmorgun. „Ætli hann sé ekki um átta til tíu metrar á lengd,“ segir Magnús Berg Magnússon háseti. „Hann var sprelllifandi svo ég nýtti tækifærið og tók aðeins á honum, svona til að geta sagt að ég hefði barist við lifandi hákarl,“ segir hásetinn og hlær við. „Annars virðist þetta vera hið ljúfasta grey þótt stór sé.“ Magnús Berg hefur stundað sjóinn á sumrin til margra ára. 13.6.2009 02:30 Fjórir mánuðir fyrir þjófnað Kona á fertugsaldri hefur verið dæmd í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað. 13.6.2009 02:15 Fara eftir settum reglum „Við höfum hagað okkar málum á sama hátt og við höfum alltaf gert,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Alcan á Íslandi. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær kom fram að Fjármálaeftirlitið (FME) ætli að rannsaka álfyrirtækin sérstaklega til að kanna hvort þau hafi á einhvern hátt brotið lög um gjaldeyrisviðskipti. Ólafur neitar því alfarið að Alcan hafi á einhvern hátt farið framhjá þeim gjaldeyrishöftum sem sett voru í vetur. 13.6.2009 02:00 Ráðherra sendi ekki staðgengil á íbúafund „Það var mikil eindrægni og mikil samstaða,“ segir Marta Guðjónsdóttir en fyrir skemmstu lauk íbúafundi á Kjalarnesi þar sem krafist var úrbóta á Vesturlandsvegi. Samþykkt var ályktun þar sem farið er fram á að hraðamyndavélar verði settar upp á vegakaflanum frá Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngum, undirgöng verði sett undir Vesturlandsveg og girðing frá Klébergsskóla að Brautarholtsvegi. 12.6.2009 22:46 Japanskir dúnkaupmenn skoða gersemar Æðarbændur vonast til að góðæri haldist í greininni og þeir fái áfram hátt verð fyrir dúninn, þrátt fyrir kreppu í kaupendahópi ríka fólksins í heiminum, og binda vonir við komu tíu japanskra dúnkaupmanna til Íslands um helgina. 12.6.2009 19:07 Tekist á um bæjarstjórastólinn í Kópavogi Valdabarátta hefur blossað upp milli tveggja bæjarfulltrúa sjálfstæðismanna í Kópavogi um hver taki við bæjarstjórastarfinu af Gunnari Birgissyni, sem boðist hefur til að víkja til að meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks haldi. 12.6.2009 18:19 Frystingu á eignum Landsbankans í London aflétt á mánudag Nú hefur verið staðfest að frystingu á eignum Landsbankans í Lundúnum verður aflétt á mánudaginn 15. júní. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu breska fjármálaráðuneytisins. Þar segir að frystingunni sé afleitt vegna Icesave samkomulagsins svokallaða sem íslensk stjórnvöld gerðu á dögunum við bresk og hollensk stjórnvöld. 12.6.2009 18:17 Einar Karl gæti fengið umbun síðar Hulda Gunnlaugsdóttir, nýr forstjóri Landsspítalans, staðfestir í samtali við Vísi að Einar Karl Haraldsson fái ekki greitt á meðan hann þiggur biðlaun sem fyrrverandi aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar. Hún útilokar þó ekki að hann fái umbun fyrir undirbúningsvinnuna eftir að hann tekur við starfi 1. september. 12.6.2009 16:36 VG ver minnihlutastjórnina í Grindavík Bæjarfulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokksins í Grindavík hafa undirritað samkomulag sem felur í sér að fulltrúar VG verja minnihlutastjórn Samfylkingar og Framsóknar með hlutleysi sínu út kjörtímabilið. Þar með er þeirri óvissu sem skapaðist þegar að annar af tveimur bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar gekk í VG lokið. 12.6.2009 16:28 Gæsluvarðhald framlengt yfir þriðja manninum Gæsluvarðhald yfir Gunnari Viðari Árnasyni sem setið hefur í varðhaldi í tvær vikur í tengslum við stórfellt fíkniefnamál hefur verið framlengt um viku. 12.6.2009 16:15 Jónmundur nýr framkvæmdarstjóri Sjálfstæðisflokksins Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri Sjálfstæðisflokksins. Gréta Ingþórsdóttir fyrrum aðstoðarkona Geirs H. Haarde gegndi stöðunni tímabundið eftir að Andri Óttarsson sagði upp störfum. Andri hætti eftir að styrkjamálin svokölluðu komu upp hjá flokknum rétt fyrir kosningar. Jónmundur mun láta af störfum sem bæjarstjóri. 12.6.2009 16:14 Mótmæli á Kjalarnesi - myndir Kjalnesingar, sem eru orðnir langeygir eftir úrbótum í umferðarmálum, gripu til sinna ráða síðdegis. Þeir hægðu á umferðinni út úr borginni til að undirstrika kröfur sínar. 12.6.2009 20:34 Laun stjórnenda ríkisstofnana lækkuð um 40% Laun æðstu stjórnenda stofnana og félaga í eigu ríkisins verða lækkuð um allt 40 prósent samkvæmt frumvarpi sem fjármálaráðherra kynnti í dag. Forsætisráðherra segir um nauðsynlega aðgerð að ræða þar sem laun í ríkiskerfinu séu í mörgum tilvikum alltof há. 12.6.2009 18:54 Enn ein kannabisræktunin upprætt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upprætti í gærkvöldi kannabisræktun við húsleit í Kópavogi. Teknar voru um 100 kannabisplöntur og 8 gróðurhúsalampar. Húsráðandi, karlmaður á fimmtugsaldri, var handtekinn. 12.6.2009 16:01 Sakfelldir fyrir að auglýsa áfengi Sigurjón M. Egilsson, fyrrum ritstjóri Mannlífs, og Ásmundur Helgason, fyrrum blaðamaður tímaritsins, hlutu í dag dóm fyrir héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir voru dæmdir til 400.000 króna sektar hvor fyrir birtingu áfengisauglýsinga í Mannlífi í maí 2008. 12.6.2009 15:20 Kostnaður við Arnkötludalsveg langt fram úr áætlun Kostnaður við lagningu nýja vegarins um Arnkötludal stefnir í að fara 40 til 50 prósent fram úr áætlun. Til stóð að hleypa umferð á veginn fyrir síðustu áramót en nú vonast verktakinn til að það gerist öðru hvoru megin við verslunarmannahelgi. 12.6.2009 18:52 Ungir sjálfstæðismenn á móti sykurskatti Stjórn ungra sjálfstæðismanna hefur sent frá sér ályktun þar sem hún leggst alfarið gegn hugmyndum Ögmundar Jónassonar um neyslustýringu í formi sykurskatts. Ályktunin er svohljóðandi: 12.6.2009 15:31 Lækjartorg undir græna torfu Það brá mörgum í brún sem áttu leið framhjá Lækjartorgi í morgun en þar verið að leggja túnþökur yfir hluta torgsins. Ekki var um táknræn mótmæli umhverfssinna að ræða líkt og margir héldu, heldur voru það borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar sem stóðu fyrir gjörningnum. 12.6.2009 15:27 Stúdentar skora á Katrínu að skrifa ekki undir reglur LÍN Stúdentaráð Háskóla Íslands afhenti Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, áskorun eftir ríkisstjórnarfund í dag þar sem ráðið skorar á hana að skrifa ekki undir nýjar úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna sem samþykktar voru í stjórn LÍN í gær. Stúdentaráð vill að Katrín leiti heldur leiða til að styrkja Lánasjóðinn með tilfærslu fjár innan ríkisins. 12.6.2009 15:25 Hagræðing kemur niður á Gæslunni - þyrla ekki tiltæk í 10 daga á ári Björgunargeta Landhelgisgæslunnar skerðist í haust þegar uppsagnir tveggja flugmanna taka gildi og þá má gera ráð fyrir Gæslan hafi enga þyrlu tiltæka allt að 10 daga á ári. Þetta kemur fram í svari Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Róberts Marshall, þingsmanns Samfylkingarinnar. 12.6.2009 15:14 Vel gengur með 100 daga áætlunina Á þeim 33 dögum sem liðnir eru frá því að ríkisstjórnin tók við hefur hún lokið við 21 af 48 verkefnum sem skilgreind voru í 100 daga áætlun stjórnarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 12.6.2009 13:57 Meirihluti þingmanna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur Lagt verður til í frumvarpi ríkisstjórnarinnar að einfaldan þingmeirihluta þurfi til að fram fari ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur um tiltekin mál. Frumvarpið var rætt á fundi forystumanna ríkisstjórnarinnar með blaðamönnum í morgun. 12.6.2009 13:49 Nýr þjóðleikhússtjóri óskast Embætti þjóðleikhússtjóra er nú laust til umsóknar eins og fram kemur í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. 12.6.2009 13:16 Fasteignamat húnæðis hækkar um næstu áramót Fasteignamat húnæðis á öllu landinu hækkar um 2,5% um næstu áramót. Fasteignamat hækkar um hátt í þriðjung í hluta Þingholtanna í Reykjavík en lækkar um 16% á Völlunum í Hafnarfirði. 12.6.2009 12:38 Einar Karl segist ekki fá greiðslur sem verktaki „Ég fæ engar greiðslur á þessu tímabili frá Landsspítalanum á meðan ég er á biðlaunum," segir Einar Karl Haraldsson. Einar hafði samband við Vísi og gerði athugasemdir við frétt sem birtist um launagreiðslur til hans frá ríkinu fyrr í dag. 12.6.2009 12:27 Leiðrétting Fréttablaðsins: Sigurður á ekki bátinn Í fréttum sem skrifaðar hafa verið á Vísi í dag og fjalla um Sigurð Ólason og meint fíkniefnamisferli og peningaþvætti hefur verið sagt að hann eigi gúmmíbátinn sem notaður var til þess að sækja mikið magn fíkniefna í Papey. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun en sú frétt mun ekki eiga við rök að styðjast. Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsingu frá Jóni Kaldal, ritstjóra Fréttablaðsins. 12.6.2009 12:24 Sjálfstæðismenn funda um meirihlutasamstarfið Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi funda í dag og helgina um framtíð meirihlutasamstarfsins við Framsóknarflokkinn. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, sem myndar meirihluta með sjálfstæðismönnum, vilji að Gunnar Birgisson víki úr embætti bæjarstjóra. 12.6.2009 12:04 Arnarnesmálið: Ekki tókst að ferja einn sakborninga í héraðsdóm Arnarnesmálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Fjórir aðilar eru ákærðir í málinu en einungis þrír mættu fyrir dóm. Einn sakborninga situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins en hann hefur verið í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Ekki var mannskapur til þess að ferja hann niður í héraðsdóm við Lækjartorg í morgun. 12.6.2009 11:56 Ekki borist kvörtun vegna kynvillubókar „Ég hef ekki heyrt af neinni kvörtun,“ segir Þórir Ólafsson, sérfræðingur á skólaskrifstofu menntamálaráðuneytisins, um kennslubókina Efni og orka. Í bókinni er Leonardo da Vinci kallaður kynvilltur, en það þykir afar móðgandi orðalag um samkynyhneigða. 12.6.2009 11:51 Gríðarlegur verðmunur á milli verslana Gríðarlegur verðmunur reyndist á milli verslana þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á 54 vörutegundum í 8 verslunum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri 9. júní. Fjarðarkaup var í flestum tilfellum ódýrari en aðrar þjónustuverslanir. 12.6.2009 11:31 Einar Karl á tvöföldum launum hjá ríkinu Einar Karl Haraldsson, nýráðinn almannatengslaráðgjafi Landsspítalans, þiggur biðlaun sem fyrrverandi aðstoðarmaður iðnaðarráðherra auk þess að þiggja verktakagreiðslur frá Landsspítalanum. Þetta staðfestir Einar í samtali við Vísi. 12.6.2009 11:06 Fyrsta inflúensutilfellið sem smitast á Íslandi greint Fjórða tilfelli inflúensu A(H1N1) hefur greinst á Íslandi. Þar á í hlut kona á miðjum aldri og allt bendir til þess að hún hafi smitast af hjónum sem komu hingað frá Bandaríkjunum 3. júní síðastliðinn og greindust bæði með veikina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 12.6.2009 10:54 Flæktur í stærstu fíkniefnamál sögunnar Sigurður Hilmar Ólason sem nú situr í gæsluvarðhaldi í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl sem er í rannsókn hefur tengsl við Papeyjarsmyglið svokallaða líkt og Fréttablaðið sagði frá í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hann einnig tengsl við Pólstjörnumálið sem kom upp árið 2007. Sigurður hefur verið umfangsmikill í fasteignaviðskiptum hér á landi en hann hlaut þriggja ára dóm fyrir aðild að smygli á þrjátíu kílúm af hassi til landsins árið 2001. 12.6.2009 10:43 „Kynvilla" í íslenskri kennslubók Í kafla um Leonardo da Vinci í íslensku kennslubókinni Efni og orka frá 2007 er orðið kynvilla notað um snillinginn. Bókin er kennd í áfanganum Náttúrufræði 123 við Verzlunarskóla Íslands. 12.6.2009 10:01 Þyrla gæslunnar sótti tvo sjómenn Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í gærkvöldi til aðstoðar tveimur skipverjum á línuveiðiskipinu Valdimari GK-195 vegna óhapps sem varð þegar skipverjar hugðust sjósetja léttabát skipsins um 90 sjómílur norðvestur af Öndverðarnesi. 12.6.2009 07:27 Sjá næstu 50 fréttir
Flensan smitast milli manna Fjórða tilfelli svínainflúensunnar svokölluðu A(H1N1) hefur greinst á Íslandi. Þar á í hlut kona á miðjum aldri. Allt bendir til þess að hún hafi smitast af hjónum sem komu hingað frá Bandaríkjunum 3. júní síðastliðinn, að því er segir í tilkynningu frá sóttvarnalækni og Almannavörnum. Hjónin greindust bæði með veikina. 13.6.2009 05:15
Mestir möguleikar til að draga úr notkun gróðurhúsalofttegunda eru í sjávarútvegi Mestir möguleikar til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda liggja í sjávarútvegi, án tillits til kostnaðar. Talið er að tæknilega sé hægt að draga úr útstreymi vegna fiskimjölsframleiðslu um 100 prósent með rafvæðingu og draga úr útstreymi fiskiflota landsins um 75 prósent með aukinni notkun lífeldsneytis og orkusparnaðar. Þetta kemur fram í aðgerðaskýrslu sérfræðinganefndar á vegum umhverfisráðuneytisins, sem birt var í gær. 13.6.2009 04:45
Finna ekki skip í staðinn fyrir Herjólf Erfiðlega gengur að finna ferju sem gæti leyst Herjólf af þegar hann verður settur í slipp í byrjun september næstkomandi. Eistneska ferjan St. Ola sem hlaupið hefur í Herjólfs skarð síðustu ár er ekki til taks að þessu sinni. Ráðgert er að viðgerðin taki tvær vikur en Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjabæ, segir að af fenginni reynslu megi búast við því að Herjólfur verði frá í þrjár til fjórar vikur. 13.6.2009 04:30
Hálf milljón til tækjakaupa Lionsklúbburinn Eir hefur fært fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu 500 þúsund krónur að gjöf. Peningunum verður varið til kaupa á tækjum og búnaði fyrir deildina og hefur hluta þeirra þegar verið ráðstafað. 13.6.2009 04:15
Fjárframlög aukin í rannsókn á hruninu „Við munum efla embættið og væntanlega fjölga saksóknurum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á fundi forystumanna ríkisstjórnarinnar með blaðamönnum í gær. 13.6.2009 04:00
Viðskiptafélagi Sigurðar átti bátinn Gúmmíbáturinn sem notaður var til að sækja 109 kíló af fíkniefnum út í Papey í apríl er í eigu viðskiptafélaga Sigurðar Ólasonar, sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um peningaþvætti, tengsl við alþjóðlegan glæpahring og aðild að fíkniefnasmygli. 13.6.2009 04:00
Undirskriftir gegn sorpi á Suðurlandi Íbúar í nágrenni sorpurðunarstaðar Sorpstöðvar Suðurlands í landi Kirkjuferjuhjáleigu hafa hafið undirskriftasöfnun gegn framlengingu starfsleyfis stöðvarinnar á umræddu svæði. Undirskriftirnar verða sendar Umhverfisstofnun. 13.6.2009 03:45
Græða með símaskrám Við Flugvallarveg í Reykjavík er nýhafin tilraun til uppgræðslu með gömlum símaskrám. Það eru fyrirtækin Já, sem gefur út Símaskrána, Flögur og Sáning sem standa saman að tilrauninni. 13.6.2009 03:30
Aðstoða fólk án endurgjalds Tíu manna hópur á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið sig saman og býður þeim sem á þurfa að halda ókeypis aðstoð. Um er að ræða innkaup, gluggaþvott, reiðhjólaviðgerðir, garðahreinsun, matreiðslu og fataviðgerðir. 13.6.2009 03:15
Engar tillögur, ekkert á pappír „Það hafa engar konkret tillögur komið fram, ekkert á pappír, ekkert konkret,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann var inntur frétta af samráðsfundum ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins í Karphúsinu. 13.6.2009 03:00
Tók á sprelllifandi en ljúfum hákarli Áhöfnin á Vestmannaey VE fékk stóran hákarl í botnvörpuna á miðvikudagsmorgun. „Ætli hann sé ekki um átta til tíu metrar á lengd,“ segir Magnús Berg Magnússon háseti. „Hann var sprelllifandi svo ég nýtti tækifærið og tók aðeins á honum, svona til að geta sagt að ég hefði barist við lifandi hákarl,“ segir hásetinn og hlær við. „Annars virðist þetta vera hið ljúfasta grey þótt stór sé.“ Magnús Berg hefur stundað sjóinn á sumrin til margra ára. 13.6.2009 02:30
Fjórir mánuðir fyrir þjófnað Kona á fertugsaldri hefur verið dæmd í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað. 13.6.2009 02:15
Fara eftir settum reglum „Við höfum hagað okkar málum á sama hátt og við höfum alltaf gert,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Alcan á Íslandi. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær kom fram að Fjármálaeftirlitið (FME) ætli að rannsaka álfyrirtækin sérstaklega til að kanna hvort þau hafi á einhvern hátt brotið lög um gjaldeyrisviðskipti. Ólafur neitar því alfarið að Alcan hafi á einhvern hátt farið framhjá þeim gjaldeyrishöftum sem sett voru í vetur. 13.6.2009 02:00
Ráðherra sendi ekki staðgengil á íbúafund „Það var mikil eindrægni og mikil samstaða,“ segir Marta Guðjónsdóttir en fyrir skemmstu lauk íbúafundi á Kjalarnesi þar sem krafist var úrbóta á Vesturlandsvegi. Samþykkt var ályktun þar sem farið er fram á að hraðamyndavélar verði settar upp á vegakaflanum frá Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngum, undirgöng verði sett undir Vesturlandsveg og girðing frá Klébergsskóla að Brautarholtsvegi. 12.6.2009 22:46
Japanskir dúnkaupmenn skoða gersemar Æðarbændur vonast til að góðæri haldist í greininni og þeir fái áfram hátt verð fyrir dúninn, þrátt fyrir kreppu í kaupendahópi ríka fólksins í heiminum, og binda vonir við komu tíu japanskra dúnkaupmanna til Íslands um helgina. 12.6.2009 19:07
Tekist á um bæjarstjórastólinn í Kópavogi Valdabarátta hefur blossað upp milli tveggja bæjarfulltrúa sjálfstæðismanna í Kópavogi um hver taki við bæjarstjórastarfinu af Gunnari Birgissyni, sem boðist hefur til að víkja til að meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks haldi. 12.6.2009 18:19
Frystingu á eignum Landsbankans í London aflétt á mánudag Nú hefur verið staðfest að frystingu á eignum Landsbankans í Lundúnum verður aflétt á mánudaginn 15. júní. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu breska fjármálaráðuneytisins. Þar segir að frystingunni sé afleitt vegna Icesave samkomulagsins svokallaða sem íslensk stjórnvöld gerðu á dögunum við bresk og hollensk stjórnvöld. 12.6.2009 18:17
Einar Karl gæti fengið umbun síðar Hulda Gunnlaugsdóttir, nýr forstjóri Landsspítalans, staðfestir í samtali við Vísi að Einar Karl Haraldsson fái ekki greitt á meðan hann þiggur biðlaun sem fyrrverandi aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar. Hún útilokar þó ekki að hann fái umbun fyrir undirbúningsvinnuna eftir að hann tekur við starfi 1. september. 12.6.2009 16:36
VG ver minnihlutastjórnina í Grindavík Bæjarfulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokksins í Grindavík hafa undirritað samkomulag sem felur í sér að fulltrúar VG verja minnihlutastjórn Samfylkingar og Framsóknar með hlutleysi sínu út kjörtímabilið. Þar með er þeirri óvissu sem skapaðist þegar að annar af tveimur bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar gekk í VG lokið. 12.6.2009 16:28
Gæsluvarðhald framlengt yfir þriðja manninum Gæsluvarðhald yfir Gunnari Viðari Árnasyni sem setið hefur í varðhaldi í tvær vikur í tengslum við stórfellt fíkniefnamál hefur verið framlengt um viku. 12.6.2009 16:15
Jónmundur nýr framkvæmdarstjóri Sjálfstæðisflokksins Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri Sjálfstæðisflokksins. Gréta Ingþórsdóttir fyrrum aðstoðarkona Geirs H. Haarde gegndi stöðunni tímabundið eftir að Andri Óttarsson sagði upp störfum. Andri hætti eftir að styrkjamálin svokölluðu komu upp hjá flokknum rétt fyrir kosningar. Jónmundur mun láta af störfum sem bæjarstjóri. 12.6.2009 16:14
Mótmæli á Kjalarnesi - myndir Kjalnesingar, sem eru orðnir langeygir eftir úrbótum í umferðarmálum, gripu til sinna ráða síðdegis. Þeir hægðu á umferðinni út úr borginni til að undirstrika kröfur sínar. 12.6.2009 20:34
Laun stjórnenda ríkisstofnana lækkuð um 40% Laun æðstu stjórnenda stofnana og félaga í eigu ríkisins verða lækkuð um allt 40 prósent samkvæmt frumvarpi sem fjármálaráðherra kynnti í dag. Forsætisráðherra segir um nauðsynlega aðgerð að ræða þar sem laun í ríkiskerfinu séu í mörgum tilvikum alltof há. 12.6.2009 18:54
Enn ein kannabisræktunin upprætt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upprætti í gærkvöldi kannabisræktun við húsleit í Kópavogi. Teknar voru um 100 kannabisplöntur og 8 gróðurhúsalampar. Húsráðandi, karlmaður á fimmtugsaldri, var handtekinn. 12.6.2009 16:01
Sakfelldir fyrir að auglýsa áfengi Sigurjón M. Egilsson, fyrrum ritstjóri Mannlífs, og Ásmundur Helgason, fyrrum blaðamaður tímaritsins, hlutu í dag dóm fyrir héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir voru dæmdir til 400.000 króna sektar hvor fyrir birtingu áfengisauglýsinga í Mannlífi í maí 2008. 12.6.2009 15:20
Kostnaður við Arnkötludalsveg langt fram úr áætlun Kostnaður við lagningu nýja vegarins um Arnkötludal stefnir í að fara 40 til 50 prósent fram úr áætlun. Til stóð að hleypa umferð á veginn fyrir síðustu áramót en nú vonast verktakinn til að það gerist öðru hvoru megin við verslunarmannahelgi. 12.6.2009 18:52
Ungir sjálfstæðismenn á móti sykurskatti Stjórn ungra sjálfstæðismanna hefur sent frá sér ályktun þar sem hún leggst alfarið gegn hugmyndum Ögmundar Jónassonar um neyslustýringu í formi sykurskatts. Ályktunin er svohljóðandi: 12.6.2009 15:31
Lækjartorg undir græna torfu Það brá mörgum í brún sem áttu leið framhjá Lækjartorgi í morgun en þar verið að leggja túnþökur yfir hluta torgsins. Ekki var um táknræn mótmæli umhverfssinna að ræða líkt og margir héldu, heldur voru það borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar sem stóðu fyrir gjörningnum. 12.6.2009 15:27
Stúdentar skora á Katrínu að skrifa ekki undir reglur LÍN Stúdentaráð Háskóla Íslands afhenti Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, áskorun eftir ríkisstjórnarfund í dag þar sem ráðið skorar á hana að skrifa ekki undir nýjar úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna sem samþykktar voru í stjórn LÍN í gær. Stúdentaráð vill að Katrín leiti heldur leiða til að styrkja Lánasjóðinn með tilfærslu fjár innan ríkisins. 12.6.2009 15:25
Hagræðing kemur niður á Gæslunni - þyrla ekki tiltæk í 10 daga á ári Björgunargeta Landhelgisgæslunnar skerðist í haust þegar uppsagnir tveggja flugmanna taka gildi og þá má gera ráð fyrir Gæslan hafi enga þyrlu tiltæka allt að 10 daga á ári. Þetta kemur fram í svari Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Róberts Marshall, þingsmanns Samfylkingarinnar. 12.6.2009 15:14
Vel gengur með 100 daga áætlunina Á þeim 33 dögum sem liðnir eru frá því að ríkisstjórnin tók við hefur hún lokið við 21 af 48 verkefnum sem skilgreind voru í 100 daga áætlun stjórnarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 12.6.2009 13:57
Meirihluti þingmanna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur Lagt verður til í frumvarpi ríkisstjórnarinnar að einfaldan þingmeirihluta þurfi til að fram fari ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur um tiltekin mál. Frumvarpið var rætt á fundi forystumanna ríkisstjórnarinnar með blaðamönnum í morgun. 12.6.2009 13:49
Nýr þjóðleikhússtjóri óskast Embætti þjóðleikhússtjóra er nú laust til umsóknar eins og fram kemur í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. 12.6.2009 13:16
Fasteignamat húnæðis hækkar um næstu áramót Fasteignamat húnæðis á öllu landinu hækkar um 2,5% um næstu áramót. Fasteignamat hækkar um hátt í þriðjung í hluta Þingholtanna í Reykjavík en lækkar um 16% á Völlunum í Hafnarfirði. 12.6.2009 12:38
Einar Karl segist ekki fá greiðslur sem verktaki „Ég fæ engar greiðslur á þessu tímabili frá Landsspítalanum á meðan ég er á biðlaunum," segir Einar Karl Haraldsson. Einar hafði samband við Vísi og gerði athugasemdir við frétt sem birtist um launagreiðslur til hans frá ríkinu fyrr í dag. 12.6.2009 12:27
Leiðrétting Fréttablaðsins: Sigurður á ekki bátinn Í fréttum sem skrifaðar hafa verið á Vísi í dag og fjalla um Sigurð Ólason og meint fíkniefnamisferli og peningaþvætti hefur verið sagt að hann eigi gúmmíbátinn sem notaður var til þess að sækja mikið magn fíkniefna í Papey. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun en sú frétt mun ekki eiga við rök að styðjast. Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsingu frá Jóni Kaldal, ritstjóra Fréttablaðsins. 12.6.2009 12:24
Sjálfstæðismenn funda um meirihlutasamstarfið Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi funda í dag og helgina um framtíð meirihlutasamstarfsins við Framsóknarflokkinn. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, sem myndar meirihluta með sjálfstæðismönnum, vilji að Gunnar Birgisson víki úr embætti bæjarstjóra. 12.6.2009 12:04
Arnarnesmálið: Ekki tókst að ferja einn sakborninga í héraðsdóm Arnarnesmálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Fjórir aðilar eru ákærðir í málinu en einungis þrír mættu fyrir dóm. Einn sakborninga situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins en hann hefur verið í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Ekki var mannskapur til þess að ferja hann niður í héraðsdóm við Lækjartorg í morgun. 12.6.2009 11:56
Ekki borist kvörtun vegna kynvillubókar „Ég hef ekki heyrt af neinni kvörtun,“ segir Þórir Ólafsson, sérfræðingur á skólaskrifstofu menntamálaráðuneytisins, um kennslubókina Efni og orka. Í bókinni er Leonardo da Vinci kallaður kynvilltur, en það þykir afar móðgandi orðalag um samkynyhneigða. 12.6.2009 11:51
Gríðarlegur verðmunur á milli verslana Gríðarlegur verðmunur reyndist á milli verslana þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á 54 vörutegundum í 8 verslunum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri 9. júní. Fjarðarkaup var í flestum tilfellum ódýrari en aðrar þjónustuverslanir. 12.6.2009 11:31
Einar Karl á tvöföldum launum hjá ríkinu Einar Karl Haraldsson, nýráðinn almannatengslaráðgjafi Landsspítalans, þiggur biðlaun sem fyrrverandi aðstoðarmaður iðnaðarráðherra auk þess að þiggja verktakagreiðslur frá Landsspítalanum. Þetta staðfestir Einar í samtali við Vísi. 12.6.2009 11:06
Fyrsta inflúensutilfellið sem smitast á Íslandi greint Fjórða tilfelli inflúensu A(H1N1) hefur greinst á Íslandi. Þar á í hlut kona á miðjum aldri og allt bendir til þess að hún hafi smitast af hjónum sem komu hingað frá Bandaríkjunum 3. júní síðastliðinn og greindust bæði með veikina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 12.6.2009 10:54
Flæktur í stærstu fíkniefnamál sögunnar Sigurður Hilmar Ólason sem nú situr í gæsluvarðhaldi í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl sem er í rannsókn hefur tengsl við Papeyjarsmyglið svokallaða líkt og Fréttablaðið sagði frá í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hann einnig tengsl við Pólstjörnumálið sem kom upp árið 2007. Sigurður hefur verið umfangsmikill í fasteignaviðskiptum hér á landi en hann hlaut þriggja ára dóm fyrir aðild að smygli á þrjátíu kílúm af hassi til landsins árið 2001. 12.6.2009 10:43
„Kynvilla" í íslenskri kennslubók Í kafla um Leonardo da Vinci í íslensku kennslubókinni Efni og orka frá 2007 er orðið kynvilla notað um snillinginn. Bókin er kennd í áfanganum Náttúrufræði 123 við Verzlunarskóla Íslands. 12.6.2009 10:01
Þyrla gæslunnar sótti tvo sjómenn Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í gærkvöldi til aðstoðar tveimur skipverjum á línuveiðiskipinu Valdimari GK-195 vegna óhapps sem varð þegar skipverjar hugðust sjósetja léttabát skipsins um 90 sjómílur norðvestur af Öndverðarnesi. 12.6.2009 07:27