Innlent

Mótmæli á Kjalarnesi - myndir

Kjalnesingar tóku saman höndum og mótmæltu dræmu umferðaröryggi við Vesturlandsveg.
Kjalnesingar tóku saman höndum og mótmæltu dræmu umferðaröryggi við Vesturlandsveg. Mynd/ Margrét Silfa Schmidt

Kjalnesingar, sem eru orðnir langeygir eftir úrbótum í umferðarmálum, gripu til sinna ráða síðdegis. Þeir hægðu á umferðinni út úr borginni til að undirstrika kröfur sínar.

Hún var orðin ansi löng halarófann á leið út úr bænum og þegar best lét náði bílalestin að botni Kollafjarðar. Fjöldinn allur af Kjalnesingum hafði haldið út á þjóðveginn með heimatilbúin skilti þar sem fram komu skýrar kröfur um bætt umferðaröryggi.

Vísir fékk sendar myndir sem teknar voru af Margréti Silfu Schmidt. Þær er hægt að skoða hér í albúminu fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×