Innlent

Ráðherra sendi ekki staðgengil á íbúafund

Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar
Kjalnesingar mótmæltu við Vesturlandsveg fyrr í kvöld.
Kjalnesingar mótmæltu við Vesturlandsveg fyrr í kvöld.
„Það var mikil eindrægni og mikil samstaða," segir Marta Guðjónsdóttir en fyrir skemmstu lauk íbúafundi á Kjalarnesi þar sem krafist var úrbóta á Vesturlandsvegi. Samþykkt var ályktun þar sem farið er fram á að hraðamyndavélar verði settar upp á vegakaflnum frá Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngum, undirgöng verði sett undir Vesturlands veg og girðing frá Klébergsskóla að Brautarholtsvegi.

Á fundinn mættu frá samgöngunefnd alþingis þeir Guðmundur Steingrímson, Framsóknarflokki, Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfsstæðisflokki og Birgir Ármannsson, Sjálfsstæðisflokki og tóku þeir allir til máls. Enginn nefndarmaður frá meirihlutanum mætti á fundinn. Það gerði ekki heldur samgönguráðherran Kristján Möller sem var norðan heiða í öðrum embættisstörfum. Hann sendi hinsvegar ekki staðgengil og segir Marta það vera mikil vonbrigði. „Ég hef fullan skilning á að hann hafi ekki getað komið sjálfur en harma að hann hafi ekki sent staðgengil."

Á fundinum voru einnig borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Ólafur F. Magnússon.

Marta segir að íbúar séu bjartsýnir að úrbóta sé að vænta. Sérstaklega eftir að borgarráð samþykkti í gær bókun þess efnis að farið yrði í úrbætur á umferðaröryggismálum á svæðinu. „Það gefur okkur vind í seglin að hafa borgarráð á bakvið okkur," segir Marta.


Tengdar fréttir

Mótmæli á Kjalarnesi - myndir

Kjalnesingar, sem eru orðnir langeygir eftir úrbótum í umferðarmálum, gripu til sinna ráða síðdegis. Þeir hægðu á umferðinni út úr borginni til að undirstrika kröfur sínar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×