Innlent

Enn ein kannabisræktunin upprætt

Kannabisplöntur áþekkar þeim sem lögreglan hefur gert upptækar í hundraðatali undanfarna daga.
Kannabisplöntur áþekkar þeim sem lögreglan hefur gert upptækar í hundraðatali undanfarna daga. Mynd/Stefán
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upprætti í gærkvöldi kannabisræktun við húsleit í Kópavogi. Teknar voru um 100 kannabisplöntur og 8 gróðurhúsalampar. Húsráðandi, karlmaður á fimmtugsaldri, var handtekinn.

Þetta er enn ein kannabisræktunin sem upprætt hefur verið á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga, en í fyrradag lagði lögreglan hald á um 130 plöntur í Austurbænum auk 200 gramma af tilbúnu efni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×