Innlent

Sakfelldir fyrir að auglýsa áfengi

Sigurjón M. Egilsson var annar þeirra sem hlutu dóm fyrir birtingu áfengisauglýsinga.
Sigurjón M. Egilsson var annar þeirra sem hlutu dóm fyrir birtingu áfengisauglýsinga. Mynd/GVA

Sigurjón M. Egilsson, fyrrum ritstjóri Mannlífs, og Ásmundur Helgason, fyrrum blaðamaður tímaritsins, hlutu í dag dóm fyrir héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir voru dæmdir til 400.000 króna sektar hvor fyrir birtingu áfengisauglýsinga í Mannlífi í maí 2008.

Formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum vakti fyrstur athygli lögreglu á efninu, alls fjórum auglýsingum í sama tölublaði.

Um er að ræða umfjöllun um sterkt áfengi, vín og kokteila. Sigurjón bar því við þegar hann var yfirheyrður af lögreglu að um upplýsandi efni væri að ræða sem ekki skæri sig úr öðru efni blaðsins. Dómnum þótti þó sannað að þvert á móti væri um auglýsingu í markaðssetningarskyni að ræða. Sýnt þótti fram á að heildsöluaðilar hefðu greitt fyrir umfjallanirnar.

Ásmundur var nafngreindur höfundur tveggja auglýsinganna og var því sakfelldur fyrir þær. Hinar tvær voru birtar án höfundarnafns og var Sigurjón því sem ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðsins sakfelldur fyrir þær.

Báðir voru dæmdir til 400.000 króna sektar auk greiðslu sakarkostnaðar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×