Innlent

Jónmundur nýr framkvæmdarstjóri Sjálfstæðisflokksins

Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri Sjálfstæðisflokksins. Gréta Ingþórsdóttir fyrrum aðstoðarkona Geirs H. Haarde gegndi stöðunni tímabundið eftir að Andri Óttarsson sagði upp störfum. Andri hætti eftir að styrkjamálin svokölluðu komu upp hjá flokknum rétt fyrir kosningar. Jónmundur mun láta af störfum sem bæjarstjóri.

Jónmundur segir í samtali við fréttastofu að um mjög spennandi tækifæri sé að ræða sem hann hlakki til þess að takast á við.

„Ég fæ þarna tækifæri til þess að ganga til liðs við nýja forystu flokksins og glæsilegan formann. Vonandi get ég um leið lagt mín lóð á vogarskálarnar fyrir flokkinn og um leið fyrir þjóðina," segir Jónmundur.

Hann segir ekkil liggja fyrir hvenær hann muni taka við starfinu en hann mun láta af störfum sem bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.

Aðspurður hvort þetta hafi borði brátt að segir Jónmundur:

„Nei þetta er eins og með allar aðrar stórar og erfiðar ákvarðanir þá tók ég mér góðan tíma í að hugsa málið. Ég fór yfir þetta með minni fjölskyldu og formanninum og komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri tækifæri sem ég vildi ekki missa af. Mér finnst það líka mikill heiður að leitað hafi verið til mín í þessu sambandi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×