Innlent

Vel gengur með 100 daga áætlunina

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Á þeim 33 dögum sem liðnir eru frá því að ríkisstjórnin tók við hefur hún lokið við 21 af 48 verkefnum sem skilgreind voru í 100 daga áætlun stjórnarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

„Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs setti sér metnaðarfull markmið í 100 daga áætlun sinni sem birt var um leið og ríkisstjórnin tók til starfa. Áætlunin tekur til allra þeirra verka sem verður að ljúka fljótt til að takast megi að endurreisa íslenskan efnahag og byggja upp samfélagið á ný eftir áfallið síðastliðið haust," segir í tilkynningunni.

Þar segir einnig að á næstu dögum og vikum muni ríkisstjórnin afgreiða mörg af stærstu málum 100 daga áætlunarinnar, þar með talin mál sem snúi að endurfjármögnun bankakerfisins og áætlanir um áherslur í ríkisfjármálum til skemmri og lengri tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×