Innlent

Ekki borist kvörtun vegna kynvillubókar

Mynd/Valli

„Ég hef ekki heyrt af neinni kvörtun," segir Þórir Ólafsson, sérfræðingur á skólaskrifstofu menntamálaráðuneytisins, um kennslubókina Efni og orka. Í bókinni er Leonardo da Vinci kallaður kynvilltur, en það þykir afar móðgandi orðalag um samkynyhneigða.

Hann segir ekkert formlegt eftirlit með námsgögnum í framhaldsskólum; þau séu alfarið á ábyrgð skólanna.

„Ég held að ráðuneytið hafi ekki forsendur til að banna bækur, en ég á von á að ráðuneytið myndi hafa samband við viðkomandi skóla ef ástæða þætti til," segir Þórir aðspurður hvernig tekið sé á málum sem þessum innan ráðuneytisins.

Hann segist ekki muna eftir því að menntamálaráðuneytið hafi nokkru sinni gert athugasemd við námsgagnaval framhaldsskóla.




Tengdar fréttir

„Kynvilla" í íslenskri kennslubók

Í kafla um Leonardo da Vinci í íslensku kennslubókinni Efni og orka frá 2007 er orðið kynvilla notað um snillinginn. Bókin er kennd í áfanganum Náttúrufræði 123 við Verzlunarskóla Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×