Innlent

Hálf milljón til tækjakaupa

Frá afhendingu gjafarinnar, frá vinstri Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar, Guðríður Hafsteinsdóttir, Guðleif Bender, Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri, Guðný Kristjánsdóttir, Ásta Bára Jónsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn.
Frá afhendingu gjafarinnar, frá vinstri Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar, Guðríður Hafsteinsdóttir, Guðleif Bender, Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri, Guðný Kristjánsdóttir, Ásta Bára Jónsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn.

Lionsklúbburinn Eir hefur fært fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu 500 þúsund krónur að gjöf. Peningunum verður varið til kaupa á tækjum og búnaði fyrir deildina og hefur hluta þeirra þegar verið ráðstafað.

Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá LRH, verður þessari rausnarlegu gjöf meðal annars varið til kaupa á tækjum til að auðvelda fíkniefnaleit, svo og myndavélabúnaði.

Lionsklúbburinn Eir hefur á undanförnum árum styrkt baráttu fíkniefnadeildarinnar gegn fíkniefnum svo um munar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×