Innlent

VG ver minnihlutastjórnina í Grindavík

Bæjarfulltrúarnir í Grindavík. Myndin er fengin af vef bæjarfélagsins.
Bæjarfulltrúarnir í Grindavík. Myndin er fengin af vef bæjarfélagsins.

Bæjarfulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokksins í Grindavík hafa undirritað samkomulag sem felur í sér að fulltrúar VG verja minnihlutastjórn Samfylkingar og Framsóknar með hlutleysi sínu út kjörtímabilið. Þar með er þeirri óvissu sem skapaðist þegar að annar af tveimur bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar gekk í VG lokið.

Tveir bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og tveir bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins mynduðu meirihluta í bæjarfélaginu síðasta sumar þegar slitnaði upp úr meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Í framhaldinu tók Jóna Kristín Þorvaldsdóttir við sem bæjarstjóri.

Hrókeringar í bæjarstjórn - Frjálslyndir án fulltrúa

Nýverið sagði bæjarfulltrúinn Garðar Páll Vignisson sig úr Samfylkingunni og gekk yfir í Vinstri græna, en flokkurinn fékk ekki neinn fulltrúa kjörinn í bæjarstjórn í kosningunum vorið 2006. Þar með var „meirihlutinn" ekki lengur með meirihluta í bæjarstjórn. Á sama tíma gekk Björn Haraldsson, eini bæjarfulltrúi Frjálslynda flokksins, til liðs við VG. Í dag sendi bæjarmálaráð flokksins Birni bréf og hvatti hann til að láta af störfum sem bæjarfulltrúi.

Vinstri grænir styðja málefnasamninginn

Í yfirlýsingu sem bæjarfulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna skrifuðu undir og birtist á heimasíðu bæjarfélagsins í dag segir:

„Bæjarfulltrúar B og S lista vilja áfram starfa að þeim velferða- og hagsmunamálum fyrir bæjarfélagið sem lagt hefur verið kapp á að vinna að frá því í júlí 2008. Bæjarfulltrúar Vinstri Grænna verja það stjórnarsamstarf og sammála þeim málefnasamningi sem B og S listi vinna eftir."



Bæjarstjórinn ekki lengur bæjarfulltrúi


Jóna Kristín hefur átið af störfum sem eini bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar en sæti hennar tekur Hörður Guðbrandsson, fyrrum bæjarfulltrúi, en á síðasta kjörtímabili gegndi hann embætti forseta bæjarstjórnar. Hann mun gegna því á embætti á nýjan leik út kjörtímabilið en því lýkur í maí á síðasta ári.

Þá mun Petrína Baldursdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, taka við sem formaður bæjarráðs.


Tengdar fréttir

Hús starfslokabæjarstjórans óselt

Einbýlishús Ólafs Arnar Ólafssonar, fyrrum bæjarstjóra í Grindavík, er enn óselt og lítur allt út fyrir að bæjarfélagið þurfi að kaupa húsið.

Fengu lyklana af einbýlishúsi starfslokabæjarstjórans

Bæjaryfirvöld í Grindavík fengu í morgun afhenta lykla að dýrasta einbýlishúsi bæjarins. Bærinn keypti húsið á 50 milljónir í vikunni en seljandinn er fyrrverandi bæjarstjóri Grindavíkur, sem hagnaðist um 10 milljónir við söluna.

Óstarfhæf bæjarstjórn í Grindavík

Meirihlutinn í bæjarstjórn Grindavíkur er orðinn að minnihlutastjórn eftir að Samfylkingarmaðurinn Garðar Páll Vignisson sagði sig úr Samfylkingunni og gekk yfir í Vinstri græna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×