Innlent

Einar Karl gæti fengið umbun síðar

Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landsspítalans, útilokar ekki að umbuna Einari Karli síðar.
Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landsspítalans, útilokar ekki að umbuna Einari Karli síðar. Mynd/Anton Brink

Hulda Gunnlaugsdóttir, nýr forstjóri Landsspítalans, staðfestir í samtali við Vísi að Einar Karl Haraldsson fái ekki greitt á meðan hann þiggur biðlaun sem fyrrverandi aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar. Hún útilokar þó ekki að hann fái umbun fyrir undirbúningsvinnuna eftir að hann tekur við starfi almannatengslaráðgjafa spítalans 1. september.

„Á þessu tímabili er hann að kynna sér sjúkrahúsið og er á ýmsum fundum með framkvæmdastjórn," segir Hulda og áréttar að á meðan biðlaunatímabilinu stendur hljóti hann engar greiðslur fyrir þessi störf sín. Þetta hafi þau rætt opinskátt sín á milli.

Engu að síður segir Hulda að Einar haldi utan um þann tímafjölda sem hann vinnur sem verktaki spítalans og útilokar ekki að hann fái „umbun" fyrir þá vinnu eftir að hann taki formlega við störfum. Fyrst þurfi að sjá hversu mikil vinna fari í undirbúninginn hjá Einari.

Hulda segir þau Einar ekki hafa skrifað undir neitt samkomulag um hvers eðlis umbun hans verði.






Tengdar fréttir

Einar Karl á tvöföldum launum hjá ríkinu

Einar Karl Haraldsson, nýráðinn almannatengslaráðgjafi Landsspítalans, þiggur biðlaun sem fyrrverandi aðstoðarmaður iðnaðarráðherra auk þess að þiggja verktakagreiðslur frá Landsspítalanum. Þetta staðfestir Einar í samtali við Vísi.

Einar Karl segist ekki fá greiðslur sem verktaki

„Ég fæ engar greiðslur á þessu tímabili frá Landsspítalanum á meðan ég er á biðlaunum," segir Einar Karl Haraldsson. Einar hafði samband við Vísi og gerði athugasemdir við frétt sem birtist um launagreiðslur til hans frá ríkinu fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×