Innlent

Sjálfstæðismenn funda um meirihlutasamstarfið

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi funda í dag og helgina um framtíð meirihlutasamstarfsins við Framsóknarflokkinn. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, sem myndar meirihluta með sjálfstæðismönnum, vilji að Gunnar Birgisson víki úr embætti bæjarstjóra.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hitta á mánudaginn fulltrúaráð flokksins og munu þar væntanlega leggja fram tillögur sínar um hvað sé best að gera.




Tengdar fréttir

Gunnar Birgisson býðst til að hætta

Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi hefur boðist til að hætta og greiða þannig fyrir áframhaldandi meirihlutasamstarfi Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×