Fleiri fréttir

Björgvin skipar efsta sætið í Suðurkjördæmi

Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi samþykkti framboðslista sinn fyrir komandi kosningar til Alþingis á fundi sínum í kvöld. Björgvin G. Sigurðsson skipar efsta sæti listans en athygli vekur að Lúðvík Bergvinsson þingmaður er í tuttuguasta sæti listans. Á listanum eru jafn margar konur og karlar og hlutfall kynjanna er líka jafnt í 10 efstu stætunum og í þeim 10 neðstu.

Rætt um að krónubréf fari í mannvirkjagerð

Viðræður standa yfir við erlenda eigendur krónubréfa um að hluta þeirra verði umbreytt í fjárfestingar í orkuverum og samgöngumannvirkjum á Íslandi. Slíkir samningar gætu létt þrýstingi af krónunni og um leið stuðlað að umfangsmiklum framkvæmdum.

Ráðherra hefur spurningar um einkasjúkrahús

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra vill fá því svarað hvort íslenskir skattgreiðendur eigi að verða bakhjarl einkasjúkrahúss fyrir erlenda sjúklinga, sem áformað er á Suðurnesjum.

Rúmlega fjögur þúsund plöntur á þremur mánuðum

Lögreglan stöðvaði aðra stóra kannabisverksmiðju á Kjalarnesinu í gær. Alls hafa rúmlega 4000 plöntur verið haldlagðar það sem af er ári. Við erum enn að fá ábendingar um framleiðslustaði og erum ekki hættir segir yfirmaður fíkniefnadeildar.

Vara við fölskum atvinnutilboðum

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra segir að upp á síðkastið hafi borið á því að íslenskum aðilum hafi borist tölvupóstar frá erlendum aðilum sem óska eftir að ráða fólk til vinnu. Atvinnutilboð þessi eru gjarnan um að viðkomandi taki að sér að leggja til bankareikninga í sínu nafni sem hinn erlendi aðili geti millifært inn á peninga.

„Við eða Sjálfstæðisflokkurinn“

Pólarnir í íslenskum stjórnmálum eru Vinstrihreyfingin grænt framboð og Sjálfstæðisflokkurinn. Flokkarnir eru hinir raunverulegu valkostir, að mati Steingríms J. Sigfússonar.

Allir stjórnmálaflokkarnir töpuðu fé árið 2007

Allir stjórnmálaflokkar landsins sýndu tap á rekstri sínum árið 2007 samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðunar. Mesta tapið varð hjá Samfylkingunni eða 90 milljónir kr. en tekjur flokksins þetta ár námu 193 milljónum kr.

Aðalmeðferð í máli ofbeldisfulls föður

Aðalmeðferð fór fram í máli þriggja barna föður á höfuðborgarsvæðinu sem sakaður hefur verið um hrottalegt ofbeldi gagnvart þremur börnum sínum. Mál mannsins komst í hámæli síðastliðið haust þegar að fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis sagði frá máli mannsins en hann hefur meðal annars verið sakaður um að nota eitt barna sinna sem hnífaskotskífu.

Framsóknarforysta í mótsögn við sjálfan sig

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir verðugt verkefni að komast því hversu margar mótsagnir hafi komið fram í málflutningi forystumanna Framsóknarflokksins á síðustu vikum um stuðning flokksins við minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttir.

Benni Ólsari dæmdur í 14 mánaða fangelsi

Benjamín Þ. Þorgrímsson var í dag dæmdur í fjórtán mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir. Ein líkamsrárásin, á Ragnar Magnússon athafnamann, var tekin og sýnd í sjónvarpsþættinum Kompási. Þá var Benjamín dæmdur til að greiða 865 þúsund krónur í sakarkostnað.

Starfsfólk HB Granda fær launahækkunina

HB Grandi hefur ákveðið að greiða starfsfólki fyrirtækisins þær launahækkanir sem samið hafði verið um að tækju gildi 1. mars áður en aðilar vinnumarkaðarins komu sér saman um að fresta þeim. Ákvörðunin hefur þegar verið kynnt starfsfólki fyrirtækisins, að fram kemur í tilkynningu.

Stíf fundarhöld um umdeildar arðgreiðslur hjá HB Granda

Forsvarsmenn útgerðarfélagsins HB Granda funduðu fyrr í dag með forystumönnum Eflingar um umdeildar arðgreiðslur til eigenda félagsins. Nú er að hefjast fundur forsvarsmanna fyrirtækisins og forystumanna Eflingar með starfsfólki fyrirtækisins. Arðgreiðslurnar hafa verið harðlega gagnrýndar að undanförnu enda var ákveðið að fresta launahækkunum til starfsmanna sem búið var að semja um. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur sagt að tillagan um að greiða út arð sé siðlaus.

Sjálfstæðismenn gefa út bók um endurreisn atvinnulífsins

Endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins gefur í dag út bók með tillögum og hugmyndum um uppbyggingu íslensks efnahagslífs sem mótaðar ahfa verið á undanförnum vikum. Í tölvuskeyti sem sendur var út til sjálfstæðismanna segir að mörg hundruð sjálfstæðismenn hafi sett sitt mark á tillögurnar og komið að vinnslu bókarinnar. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins muni svo taka afstöðu til þessara hugmynda og sjálfstæðismenn nota hana sem vegvísi í endurreisninni sem framundan er.

Forsetabílinn stoppaði stutt í stæði fyrir fatlaða

Forsetabifreið Ólafs Ragnars Grímssonar stoppaði í stæði fyrir fatlaða í Bankastræti í gær. DV.is greindi frá því að bifreiðinni hafi verið lagt í stæðið allt að sex mínútur en Örnólfur Thorsson, forsetaritari, segir að bifreiðin hafi staðnæmst í stæðinu í 30 til 40 sekúndur.

Önnur kannabisverksmiðja á Kjalarnesi

Lögreglan uppgötvaði aðra kannabisverksmiðju á Kjalarnesi í gærkvöldi en í fyrrakvöld fann lögregla aðstöðu þar sem stórfelld framleiðsla fór fram. Í aðstöðunni sem uppgötvaðist í gær voru um eittþúsund plöntur en af þeim eru 700 svokallaðir græðlingar sem lögregla segir benda til að verksmiðjan hafi verið á byrjunarstigi.

Björgunarsveitamenn leita Aldísar á morgun

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar munu leita að Aldísi Westergren, sem saknað hefur verið síðan 24. febrúar, á morgun. Leitað verður á svæði í kringum heimili hinnar týndu, þar með talið svæðið í kringum Reynisvatn.

Ögmundur afnemur dagdeildargjöldin

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, greindi frá því í ríkisstjórn í morgun að hann afnæmi svokölluð dagdeildargjöld sem lögð voru á 1. janúar 2009.

Útilokar ekki að stjórnarflokkarnir gangi bundnir til kosninga

Jóhanna Sigurðardóttir segir að formennska í Samfylkingunni sé ögrandi og spennandi verkefni sem hún sem forsætisráðherra hafi ekki getað skorast undan. Hún segir brýnt að Samfylkingin verði leiðandi afl í næstu ríkisstjórn og sér fyrir sér sömu flokka áfram, nái þeir meirihluta. Jóhanna útilokar ekki að flokkarnir gangi bundir til kosninga.

OR lokar fyrir aðgang að Facebook

Orkuveita Reykjavíkur ákvað í morgun að loka fyrir aðgang að Facebook á meðal starfsmanna fyrirtækisins. Að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafulltrúa OR, þótti stjórnendum fyrirtækisins ljóst að facebook væri tómstundaþjónusta sem væri notuð í helst til miklu mæli.

Sakar stjórnvöld um að brjóta á rétti til fæðingarorlofs

Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður sakar stjórnvöld um að brjóta á rétti bankafólks til fæðingarorlofs. Hún segir að lítið hafi verið að marka yfirlýsingar gömlu ríkisstjórnarinnar og segir að nýja stjórnin hafi ekki virt sig svars um málið.

Landsfundur VG settur í dag

Nýir frambjóðendur eru áberandi í efstu sætum framboðslista Vinstri Grænna á höfuðborgarsvæðinu. Landsfundur hreyfingarinnar verður settur í Reykjavík eftir hádegið.

Ræddu loftrýmisgæslu og aukna samvinnu í öryggismálum

Loftrýmisgæsla Dana, aukin samvinna Norðurlanda í öryggismálum og samstarf íslensku landhelgisgæslunnar og danska flotans um leit, eftirlit og björgun á Norðurslóðum voru meðal þeirra mála sem rædd voru á fundi Søren Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra og Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra. Koma Gade tengist loftrýmisgæslu danska hersins, sem stendur yfir fram að mánaðarmótum.

Á 132 km hraða á Gullinbrú

Nokkuð bar á hraðakstri á höfuðborgarsvæðinu í gær og voru allnokkrir ökumenn teknir fyrir þær sakir. Að sögn lögreglu var grófasta brotið framið á Gullinbrú í Grafarvogi á móts við bensínstöð Olís en þar mældist bíll 18 ára pilts á 132 km hraða. Fleiri piltar á líku reki voru staðnir að hraðakstri í gær en það voru líka eldri og reyndari ökumenn.

Seinasta prófkjörið

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fer fram á morgun og er það seinasta prófkjörið sem haldið verður fyrir þingkosningarnar 25. apríl. Alls gáfu sautján frambjóðendur kost á sér í prófkjörinu.

Grínast með hugmyndina um 20% niðurfellingu skulda

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, skýtur föstum skotum að Tryggva Þór Herbertssyni, fyrrum efnahagsráðgjafa og núverandi frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag. Gylfi gerir grín af hugmyndinni um 20% niðurfellingu skulda í dæmisögu um þá Tryggva, Þór og Herbert sem eiga í viðskiptum. Bæði Framsóknarflokkurinn og Tryggvi Þór hafa talað fyrir því að 20% skulda einstaklinga verði felldar niður.

Borgarahreyfingin á uppleið

Herbert Sveinbjörnsson, formaður Borgarahreyfingarinnar, er afar ánægður með það fylgi sem flokkurinn mælist með í skoðanakönnun Capacent Gallup sem Ríkisútvarpið birti í gær. Samkvæmt henni nýtur stjórnmálahreyfingin stuðning 2,5% landsmanna. Herbert telur að Borgarahreyfingin sé á uppleið.

Hárrétt viðbrögð við árás á nemanda

Starfsmaður Vallaskóla á Selfossi brást snaggaralega við, eftir hádegi í gær, þegar hann veitti því athygli að 17 ára piltur kom í skólann og gaf sig á tal við 16 ára gamlan nemanda skólans.

Frestur til að skila framtali rennur út

Frestur til að skila skattaframtali til embættis ríkisskattstjóra rennur út á mánudaginn eftir helgi. Ríkisskattstjóri segir að skilin í ár hafi verið betri en í fyrra. Ríflega 96% landsmanna telja fram á netinu.

Formaður VM spyr lífeyrissjóðina um gjafir og fríðindi

Guðmundur Ragnarsson formaður VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna hefur spurt þá lífeyrissjóði, sem félagið á aðild að, um boðsferðir, gjafir eða önnur fríðindi sem forsvarsmenn hafa þegið af fyrirtækjum sem sjóðirnir

Ágóði af síldinni til ÍBV

Nú liggur fyrir að ágóðinn af síldveiðinni í Vestmannaeyjahöfn í fyrradag rennur til knattspyrnuliðs ÍBV, en brúttóverðmætið er líklega um fimmtán milljónir króna.

Neitaði allri sök en hlaut níu ára dóm

Tveir dæmdir fyrir að smygla til landsins 200 kílóum af hassi í húsbíl. Hlutu níu og sjö og hálfs árs fangelsisdóm. Framburður mannanna þótti með ólíkindum.

Katrín og Svandís leiða lista VG í Reykjavík

Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir munu leiða lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík í komandi þingkosningum. Listarnir voru samþykktir einróma á fundi kjördæmaráðs nú í kvöld. Listarnir eru fjölbreyttir en á þeim eiga meðal annars sæti Páll Bergþórsson veðurfræðingur og Erpur Eyvindarson tónlistarmaður.

MIH: 444 óseldar íbúðir í Hafnarfirði

Síðustu misseri hefur mikið verið fjallað um fjölda óseldra íbúða í eigu verktaka á höfuðborgarsvæðinu. Meistarafélagi iðnaðarmanna í Hafnarfirði (MIH) hefur þótt umfjöllun um þetta mál vera alltof neikvæð. Í sömu frétt hafa fjölmiðlar oft á tíðum ekki gert greinarmun á tilbúnum íbúðum, íbúðum í byggingu og óbyggðum lóðum sem eru að mestu leiti í eigu sveitafélaga. Almennur lesandi hefur túlkað þetta allt saman sem fullbúnar óseldar íbúðir, sem er mikil blekking. MIH ætlar ekki í rökræður um það hve mikið hefur verið byggt umfram þarfir undanfarin misseri en bendir þó á að áætluð ársþörf fyrir nýjar íbúðir er um það bil 1.800.

Vill kosningabandalag frá miðju til vinstri

Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra segir að stefna eigi að kosningabandalagi allra flokka frá miðju og til vinstri. Það bandalag gæti síðar orðið að einum stórum félagshyggjuflokki að mati Björgvins.

Meintir kannabisræktendur lausir úr haldi

Tveir karlar á þrítugsaldri, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöld í tengslum við rannsókn á kannabisræktun á Kjalarnesi, eru nú lausir úr haldi lögreglu.

Ríkisstjórnin skipi aftur í bankaráð Seðlabankans

Femínistafélagið fagnar aðgerðum og aðgerðaráætlunum ríkisstjórnarinnar sem miða að mótun réttláts samfélags á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í tilefni af aðgerðum ríkisstjórnar Íslands í jafnréttismálum.

Niðurstaðan gat ekki orðið önnur

Kristinn Bjarnason verjandi séra Gunnars Björnssonar segir niðurstöðu Hæstaréttar í raun ekki hafa komið sér á óvart. Hæstiréttur staðfesti sýknudóm héraðsdóms yfir Gunnari sem var ákærður fyrir kynferðislega áreitni gagnvart tveimur stúlkum.

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur gætu ekki myndað meirihluta

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur gætu ekki myndað meirihluta á þingi ef marka má niðurstöður könnunnar Capacent fyrir Morgunblaðið og Rúv sem birt var í fréttum Sjónvarpsins nú í kvöld. Sjálfstæðisflokkur fengi 18 þingmenn og Framsókn 7. Rúm 60% segjast styðja núverandi ríkisstjórn. Athygli vekur að Frjálslyndi flokkurinn mælist með minnst fylgi allra flokka.

Talin hafa starfað í rúm tvö og hálft ár

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gær umfangsmestu kannabisræktun sem vitað er um hér á landi til þessa. Talið er að verksmiðjan hafi verið starfandi í rúm tvö og hálft ár.

Styður Jóhönnu

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi fagnar yfirlýsingu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um framboð hennar til embættis formanns Samfylkingarinnar.

Jóhanna í formanninn

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar á komandi landsfuni flokksins. Jóhanna segir að í ljósi prófkjörsins í Reykjavík og þeirrar miklu hvatningar og eindregnu óska um að hún gefi kost á sér hefur hún tekið fyrrgreinda ákvörðun.

Hækkun hámarkslána Íbúðalánasjóðs myndi flýta fyrir endurreisn atvinnulífsins

Hækkun hámarkslána Íbúðalánasjóðs myndi virka sem blóðgjöf fyrir bygginga- og mannvirkjagerð í landinu og stuðla að því að koma hjólum atvinnulífsins af stað á ný. Þetta var meðal þess sem kom fram á fjölmennum fundi sem meistarafélög í bygginga- og mannvirkjagerð héldu með Óskari Bergssyni, formanni borgarráðs, og Kristjáni Erni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Sameinaða lífeyrissjóðsins.

Meintir kannabisræktendur enn í haldi

Mennirnir tveir sem handteknir voru í gær í Iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi eru enn í haldi lögreglu. Yfirheyslurm er ekki lokið. Lögregla stöðvaði í gærkvöldi umfangsmestu kannabisræktun sögunnar þegar hún lagði hald á 621 kannabisplöntum, tæplega 5 kg af marijúana og svipað magn af kannabislaufum.

Sjá næstu 50 fréttir