Innlent

Allir stjórnmálaflokkarnir töpuðu fé árið 2007

Allir stjórnmálaflokkar landsins sýndu tap á rekstri sínum árið 2007 samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðunar. Mesta tapið varð hjá Samfylkingunni eða 90 milljónir kr. en tekjur flokksins þetta ár námu 193 milljónum kr.

Næstmesta tapið varð hjá Framsóknarflokknum eða 60 milljónir kr. Tekjur flokksins námu hinsvegar 136 milljónum kr.

Í þriðja sæti kemur svo Sjálfstæðisflokkurinn með tap upp á 37 milljónir kr. Hinsvegar eru tekjur flokksins þær langmestu af öllum flokkunum eða 317 milljónir kr.

Tap Vinstri-Grænna er litlu minna en Sjálfstæðisflokksins eða 36 milljónir kr. Hinsvegar eru tekjur VG aðeins um fjórðungur af tekjum Sjálfstæðisflokksins eða 80 milljónir kr.

Tap Frjálslynda flokksins nam 28 milljónum kr. en tekjur flokksins námu 63 milljónum kr.

Og Íslandshreyfingin tapaði 29 milljónum kr. en tekjur þess flokks voru langminnstar af þeim öllum eða 6 milljónir kr. Íslandshreyfingin naut hinsvegar ekki opinberra framlaga eins og hinir flokkarnir.

ATH. Allar tölur eru rúnaðar af m.v. milljón.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×