Innlent

Starfsfólk HB Granda fær launahækkunina

HB Grandi hefur ákveðið að greiða starfsfólki fyrirtækisins þær launahækkanir sem samið hafði verið um að tækju gildi 1. mars áður en aðilar vinnumarkaðarins komu sér saman um að fresta þeim. Ákvörðunin hefur þegar verið kynnt starfsfólki fyrirtækisins, að fram kemur í tilkynningu.

Arðgreiðslurnar til eigenda fyrirtækisins hafa verið gagnrýndar harðlega að undanförnu enda var ákveðið að fresta launahækkunum til starfsmanna sem búið var að semja um. Til að mynda sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og miðstjórn ASÍ að ákvörðunin væri siðlaus.

,,HB Grandi er í Samtökum atvinnulífsins og þar með sjálfkrafa aðili að samningnum um áðurnefnda frestun. Efling-stéttarfélag skoraði nýverið á fyrirtækið, í ljósi afkomu þess, að greiða áður umsamdar hækkanir. HB Grandi hefur í dag á fundi með formanni og skrifstofustjóra Eflingar-stéttarfélags og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins svarað erindinu jákvætt. Ákvörðunin nær til allra starfsmanna fyrirtækisins sem frestunin náði yfir, annarra en æðstu stjórnenda þess og gildir frá 1. mars," segir í tilkynningu HB Granda.

Stjórnendur HB Granda harma þá neikvæðu umræðu, sem verið hefur um fyrirtækið undanfarna daga enda hafa þeir kappkostað að eiga góð samskipti við starfsfólk félagsins og verkalýðsforystuna. Það er von þeirra að þessi ákvörðun skapi frið um rekstur fyrirtækisins sem er mikilvægur fyrir starfsfólkið og þjóðarbúið í heild, segir í tilkynningunni.

 










Tengdar fréttir

Erfitt að fá svör hjá stjórn HB Granda

Fréttastofa reyndi árangurslaust í dag að fá útskýringar hjá stjórn HB Granda á ákvörðun hennar um að leggja til við aðalfund félagsins að eigendum verði greiddar um 150 milljónir króna í arðgreiðslu.

Stíf fundarhöld um umdeildar arðgreiðslur hjá HB Granda

Forsvarsmenn útgerðarfélagsins HB Granda funduðu fyrr í dag með forystumönnum Eflingar um umdeildar arðgreiðslur til eigenda félagsins. Nú er að hefjast fundur forsvarsmanna fyrirtækisins og forystumanna Eflingar með starfsfólki fyrirtækisins. Arðgreiðslurnar hafa verið harðlega gagnrýndar að undanförnu enda var ákveðið að fresta launahækkunum til starfsmanna sem búið var að semja um. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur sagt að tillagan um að greiða út arð sé siðlaus.

Arðgreiðslur HB Granda afar hófsamar

Stjórnarformaður og forstjóri HB Granda segja arðgreiðslur félagsins afar hófsamar. Þeir fagna að félagið hafi tekist að halda uppi fullri starfsemi.

Segir arðgreiðslur HB Granda siðlausar

Eitt prósent af hagnaði HB Granda á síðasta ári gæti staðið undir þeim launahækkunum sem teknar voru af almennu starfsfólki fyrirtækisins með samningi Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Forsætisráðherra segir arðgreiðslurnar siðlausar.

Ræði arðgreiðslurnar við stjórn HB-Granda

Verkalýðshreyfingin krefst þess að Samtök atvinnulífsins ræði umdeildar arðgreiðslur við stjórnendur HB Granda. Fulltrúar ASÍ og verkalýðsfélaga funduðu í morgun með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins þar sem verkalýðshreyfingin lýsti áhyggjum af málinu.

Saka stjórn HB-Granda um að fegra bókhaldið

Miðstjórn ASÍ telur tillögu stjórnar HB-Granda um hundruð milljón króna arðgreiðslur til eigenda siðlausa við núverandi aðstæður og skorar á stjórnina að draga tillöguna til baka ella greiða starfsfólki áður umsamdar launahækkanir án tafar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×