Innlent

Stíf fundarhöld um umdeildar arðgreiðslur hjá HB Granda

Formaður Eflingar og forstjóri Granda gáfu sér tíma til að brosa í átt að myndatökumanni þrátt fyrir annríki við fundarhöld. Mynd/ Sigurjón.
Formaður Eflingar og forstjóri Granda gáfu sér tíma til að brosa í átt að myndatökumanni þrátt fyrir annríki við fundarhöld. Mynd/ Sigurjón.
Forsvarsmenn útgerðarfélagsins HB Granda funduðu fyrr í dag með forystumönnum Eflingar um umdeildar arðgreiðslur til eigenda félagsins. Nú er að hefjast fundur forsvarsmanna fyrirtækisins og forystumanna Eflingar með starfsfólki fyrirtækisins. Arðgreiðslurnar hafa verið harðlega gagnrýndar að undanförnu enda var ákveðið að fresta launahækkunum til starfsmanna sem búið var að semja um. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur sagt að tillagan um að greiða út arð sé siðlaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×