Innlent

Færeyingar munu finna fyrir íslensku kreppunni

Færeyingar munu finna fyrir efnhagskreppunni á Íslandi segir formaður efnhagsráðs Færeyja, Jörn Astrup Hansen.

Í viðtali við færeyska ríkisútvarpið segir Hansen að íslenskar eignir í Færeyjum verði væntanlega seldar og krafa verði á endurgreiðslu lána til Íslands frá Færeyjum. Bent er á að fjármálatengsl landanna tveggja hafi aukist á síðustu árum og því muni efnhagsskjálftinn á Íslandi finnast í Færeyjum.

Líkir Hansen efnahagskreppu heimsins við sjúkdóm sem muni vara í nokkur ár. Mikilvægt sé að halda ró sinni og látta óttann ekki taka völdin. Hins vegar sé ljóst að fjármálamarkaðir muni bíða mikinn álitshnekki vegna kreppunnar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×