Innlent

Læknar greiða atkvæði um kjarasamning

Kosning um samkomulag um nýjan kjarasamning sem samninganefnd Læknafélags Íslands og samninganefnd ríkisins komust að 1. október hófst í gær og stendur til hádegis 16. október. Kosningin er rafræn og fer fram í gegnum internetið.

,,Ég reikna með að menn samþykki þennan samning. Það vilja flestir komast í skjól frá því fárviðri sem nú geysar. Annað verður í sjálfu sér að bíða síns tíma," segir Gunnar Ármannsson, framkvæmdstjóri Læknafélags Íslands og formaður samninganefndar félagsins.

Samkvæmt samkomulaginu hækka grunnlaun lækna um rúmlega 20 þúsund krónur á mánuði auk þess sem yfirvinnugreiðslur hækka. Gildistími hans er frá 1. september og út mars á næsta ári.

Í júlí felldu félagsmenn í Læknafélaginu í hefðbundinni póstkosningu kjarasamning við ríkið með 57% gildra atkvæða. Mikil óánægja var með ungra lækna með samninginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×