Innlent

Tveir nefndarfundir Alþingis opnir í dag

MYND/Róbert

Nú stendur yfir opinn fundur í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis en slíkt er nýbreytni í störfum þingsins.

Á fundinum situr Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og svarar spurningum nefndarmanna ásamt því að fjalla um væntanleg þingmál sem lögð verða fram á yfirstandandi þingi. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á vef Alþingis.

Annar opinn fundur verður á hádegi þegar Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra kemur fyrir heilbrigðisnefnd og kynnir væntaleg þingmál ráðuneytisins. Þingfundur hefst svo klukkan hálftvö.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×