Innlent

Erfitt að ná símasambandi við viðskiptabankanna

Erfitt er að ná símasambandi við viðskiptabankanna þrjá. Öll útibú eru opin en hömlur hafa þó verið settar á gjaldeyrisviðskipti almennings.

Nánast ómögulegt var að ná símasambandi við bankanna nú fyrir hádegi og tók t.a.m. um einn og hálfan klukkutíma að ná sambandi við Landsbankann. Þar fengust þær upplýsingar að öll innlend starfsemi er eðlileg. Sömu sögu er að segja af Glitni. Það þýðir að öll útibú, netbankar og hraðbankar eru opnir.

Settar hafa verið takmarkanir á útttektir almennings á gjaldeyri.

Í Kaupþingi var hámarkið lækkað úr 250.000 í 100.000 í morgun. Það er að segja ef þú ert viðskiptavinur bankans. Sértu það ekki er hámarkið það sem nemur andvirði 10.000 íslenskra króna. Í Glitni er hámarkið 250.000 krónur en í Landsbankanum 50.000 fyrir viðskiptavini bankans.

Talsmenn bankanna vildu koma því á framfæri að tekið er við pöntunum á gjaldeyri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×