Innlent

Dæmdir fyrir tölvuþjófnað

Þrír menn hafa verið sakfelldir og dæmdir í skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir tölvuþjófnað á Suðurlandi.

Samkvæmt ákæru brutust þeir inn í grunnskólann á Flúðum og stálu úr tölvuveri skólans sjö borðtölvum og skjám og einni fartölvu. Lögregla fann þýfið í bíl mannanna. Þeir játuður brot sín og var tilgangur þeirra að koma þýfinu í verð.

Einn þeirra, sem átti mestan sakaferil að baki, hlaut 45 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm en hinir tveir eins mánaðar skilorðsbundinn dóm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×