Innlent

Íslensk kona fannst látin í Færeyjum

Íslensk kona á sjötugsaldri sem leitað hefur verið að í Færeyjum er fundin. Hún reyndist látin eftir því sem segir á vefnum Dimmalættingi.

Leitað var að konunni í gær og í dag en síðast sást til hennar á laugardag. Bæði björgunarsveitarmenn, slökkviliðsmenn og lögreglumenn með leitarhunda leituðu að konunni og fannst bíll hennar í gær í Vestmanna. Leit í dag á þyrlu og bátum meðal annars skilaði því að konan fannst látin í sjónum úti fyrir Vestmanna. Frekari upplýsingar er ekki að fá að svo stöddu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×