Innlent

Innflutningsfyrirtæki finna glöggt fyrir gjaldeyrissveiflunum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Starfsstöðvar fyrirtækisins.
Starfsstöðvar fyrirtækisins. MYND/Karl K. Karlsson

„Við fylgjumst náið með gangi mála og sveiflur á gjaldeyrismarkaði hafa eðlilega mikil áhrif á innflutningsfyrirtæki," segir Edda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Karls K. Karlssonar ehf. sem flytur inn matvörur, kaffivélar og drykkjarvörur áfengar og óáfengar.

Edda segir það erfiðleikum bundið að verðleggja vörur fram í tímann gagnvart ÁTVR á meðan staða gengisins sé eins óviss og nú er. „Verðskrá ÁTVR er einungis hægt að breyta á ákveðnum tímapunktum og hætta á að vörur séu seldar undir kostnaðarverði," segir Edda enn fremur og bætir því við að útsöluverð áfengis sé að miklu leyti opinber gjöld.

„Maður reynir af fremsta megni að verðleggja vöruna í samræmi við gengið hverju sinni," segir Edda og kveður þetta í raun vera helsta áhyggjuefni fyrirtækja á borð við þeirra en hitinn og þunginn lendi fyrst og fremst á þeim þegar krónan veikist. „Við erum hins vegar bjartsýn á að jafnvægi náist innan tíðar," segir Edda að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×