Innlent

Norðurlandabúum fjölgar um helming á einni öld

Norðurlandabúar eru nú um 25 milljónir eftir því sem segir í norrænu hagtöluárbókinni sem gefin er út árlega. Norðurlandabúar voru 12 milljónir árið 1900 og hefur fjöldi þeirra því tvöfaldast á rúmri öld. Á þessum tíma hefur Grænlendingum fjölgað nær fimmfalt, Íslendingum fjórfalt og Færeyingum þrefalt.

Svíar eru rúmar níu milljónir, Danir 5,5 milljónir, Finnar 5,3 og Norðmenn 4,7. Á Íslandi eru hins vegar 310 þúsund íbúar, 56 þúsund á Grænlandi, 48 þúsund í Færeyjum og 27 þúsund á Álandseyjum.

Þegar aðeins er horft til ársins 1990 hefur íbúum á Norðurlöndum fjölgað um tæpar tvær milljónir sem er átta prósenta fjölgun. Mest fjölgun í einstökum löndum er hér á landi, 22 prósent, og í Noregi um 12 prósent. Á tilteknum svæðum í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi hefur hins vegar orðið fækkun.

Þá sýnir norræna hagtöluárbókin að þjóðirnar eru að eldast. Búist er við því að árið 2040 verið 12 prósent íbúa norrænu ríkjanna yfir áttræðu en hlutfallið er núna fjögur prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×