Innlent

Þyrla flytur slasaðan ökumann á sjúkrahús

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Teitur

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú á öðrum tímanum vegna harðs áreksturs á Þorlákshafnarvegi.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi skullu tvær bifreiðar saman á veginum og voru ökumenn einir í bílunum. Beita þurfti klippum til þess að ná öðrum þeirra út en hann var fluttur með þyrlunni til Reykjavíkur. Hinn ökumaðurinn var einnig fluttur á sjúkrahús til skoðunar.

Tildrög slyssins eru ókunn en Þorlákshafnarvegur við Þrengslaafleggjara og niður að Eyrarbakka verður lokaður í um það bil klukkutíma vegna þessa.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×