Innlent

Íslenski sendiherrann fundaði í Downingstræti

Sendiherra Íslands í Bretlandi, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, fór eftir hádegi í dag til fundar í Downingstræti 10 við háttsetta embættismenn í forsætisráðuneyti og fjármálaráðuneyti Bretlands.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að íslensk stjórnvöld hafi óskað eftir fundinum í framhaldi af yfirlýsingum Gordons Brown, forsætisráðherra, og Alistair Darling, fjármálaráðherra, í morgun.

Á fundinum var rætt um samráð ríkisstjórna landanna vegna ástandsins á fjármálamörkuðum, áhrif þess á íslenskt fjármálakerfi og stöðu íslenskra banka. Sendiherrann kynnti efni yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um Icesave-reikninga Landsbankans og fyrir liggur nú að teknar verða upp formlegar viðræður ríkjanna um áframhaldandi samráð og nauðsynlegar aðgerðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×