Innlent

Reynt að koma í veg fyrir að allt fé í peningamarkaðssjóðum tapist

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra.
Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra.

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, segir að verið sé að vinna að því að útfæra lausnir sem verði til þess að fólk sem lagt hefur sparnað sinn í peningamarkaðssjóði fái að minnsta kosti hluta þess sparnaðar bættan. Peningamarkaðssjóðir njóta ekki sömu verndar og aðrir innlánareikningar og því hefur litið út fyrir að þessi sparnaður fólks sé tapaður, fari bankarnir í þrot.

Viðskiptaráðherra segir að verið sé að skoða það að leita leiða til að koma að minnsta kosti hluta af þessurum sjóðum yfir á annað form þannig að fólk tapi að minnsta kosti ekki öllu.

Hann sagði ekki hægt að fara nánar út í þetta mál að svo stöddu en vonir standi til að hægt verði að finna leiðir til þess að „lágmarka mjög" skaðann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×