Innlent

Stoltenberg vill veita Íslandi 500 milljóna evra lán

Jens Stoltenberg.
Jens Stoltenberg. MYND/HARI

Í Kastljósi Sjónvarpsins kom fram að Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, héldi því fram að Noregur væri til í að veita Íslandi 500 milljón evra lán. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sem þar var í viðtali svaraði því þannig til að allt væri hey í harðindum.

„Allt er hey í harðindum en það er ekki einn áttundi af því sem við erum að ræða við Rússana, en þetta er fallega gert af honum," sagði Davíð.

Aftenposten greinir frá því að Stoltenberg hafi fyrr í dag rætt við Geir H. Haarde forsætisráðherra um vandræði Íslendinga. Vísar Stoltenberg til gjaldeyrisskiptasamninga sem Seðlabankar Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar gerðu við íslenska seðlabankann sem hljóðar upp á 500 milljónir evra hver, jafnvirði um 70 milljarða króna.

Hann segir að Geir H. Haarde hafi ekki viðrað það að virkja þennan samning en lagt áherslu á að hann yrði til staðar. Stoltenberg segir Norðmenn fylgjast vel með framvindu mála á Íslandi enda tengist þjóðirnar sterkum böndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×