Innlent

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar óútfyllt ávísun

Ógerningur er að setja verðmiða á aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að bjarga efnhag landsins. Í raun er um að ræða óútfyllta ávísun.

Ekki sér fyrir endann á þeim gríðarlegu skuldbindingum sem ríkissjóður hefur tekið á sig vegna björgunaraðgerða í fjármálakreppunni. Tiltekin fjárhæð hefur þó ekki verið nefnd í því sambandi, ráðamenn skorast undan að svara spurningunni og sagði aðstoðarmaður viðskiptaráðherra í dag óábyrgt á þessum tímapunkti að gefa nokkuð upp í því sambandi. Verið væri að vinna í málum á öllum vígstöðvum.

Hagfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík segir að afleiðingar vegna ákvörðunar ríkisstjórnar um íhlutun í starfsemi Glitnis séu enn að koma í ljós og bendir á að nýsamþykkt lög um fjármálastofnanir séu heimildarlög.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×