Innlent

Geir frestar blaðamannafundi til klukkan fjögur

Blaðamannafundi Geirs Haarde sem halda átti í Iðnó klukkan ellefu hefur verið frestað til klukkan fjögur. Engar skýringar hafa borist um ástæðu frestunarinnar.

Á fundinum mun Geir væntanlega tjá sig um ummæli Gordons Browns, forsætisráðherra Bretlands, og Alistairs Darlings, fjármálaráðherra.

Brown hefur staðfest að bresk yfirvöld ætli í málaferli gegn íslenska ríkinu vegna skuldbindinga þeirra á innistæðum á Icesave reikningunum í Bretlandi.

Blaðamannafundurinn verður í beinni á Bylgjunni.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×